![]() |
||||
14 mars 2008
Nú er ég búin að vera 26 í alveg þónokkra daga. Mér finnst ég samt ekkert hafa elst eða stækkað eða breyst á neinn hátt. Ekki svona eins og ákveðin frænka sem stækkaði um einhverja sentimetra einu sinni nóttina fyrir afmælisdaginn sinn :) Helstu fréttir eru þær að jors trúlí sjónvarpsfíkill er kominn með billjón sjónvarspstöðvar :) Einhverjir snillingar ákváðu nefnilega að fyrst stafrænt sjónvarp væri komið til Noregs (gerðist í ca október nóvember á síðasta ári) að fólk hefði enga þörf fyrir venjulegt sjónvarp. Því var köttað á venjulegar sjónvarpsútsendingar í Rogaland 4. mars, allt nema TVNorge þeas. þeir ætla að halda áfram til 15. apríl. Það tók mig eina viku að verða biluð á hversu ömurlegt TVNorge er orðið og fékk samþykki Mette og Therese um að fá digital boxið. Fór í dag og fjárfesti í svoleiðis grip og setti það upp. Alveg sjálf. Sem er eitthvað sem pabbi þorði ekki að gera. Hí á hann :) Nú sit ég afskaplega ánægð og glöð fyrir framan sjónvarpið. Að horfa á TVNorge. Kaldhæðnislegt?! Svo er komið páskafrí. Og vor. 12 stiga hiti og sól í dag. Stundum elska ég bara að búa í útlöndum :) Berglind @ 21:31
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |