30 mars 2008

Mig dreymdi svo asnalegan og fyndinn draum í nótt, verð bara að deila honum með ykkur.
Ég var stödd á Eurovision, lokakeppninni, og einhverra hluta vegna var bara ákveðið að ég myndi syngja fyrir Íslands hönd. Ég, alveg afskaplega ligeglad, bara "jújú, nó problemmó" og fékk blað með laginu og textanum og daginn eftir var keppnin. Ég fór bara án þess að líta á blaðið og kem svo daginn eftir, algerlega óæfð, en alveg pottþétt á því að ég muni komast í gegnum þetta. Tók bara blaðið með mér á sviðið og lagði það á skólapúlt sem var á sviðinu. Þetta var alls ekki neitt extravagant eða stór keppni eins og eurovision er í raunveruleikanum, bara svona meðalstórt svið og jú, soldið mikið af fólki.
Svo rétt áður en ég átti að fara á svið, fór ég aðeins að sjá eftir að hafa ekki skoðað blaðið og æft mig aðeins, en dríf mig bara út á svið og staulast í gegnum lagið. Var með einhvern risamíkrafón fastann á hausnum (svona eins og þeir eru oft með í sjónvarpinu, þegar þeir eru að dansa og þannig líka, nema í staðinn fyrir að þetta var bara svona pinni, þá var alveg risakúla) og lifi mig þvílíkt inn í þetta enda alveg með hendurnar á uppsveiflu með löngum síðasta tón og þvílíkt drama og læti.
Og svo man ég ekki meir... Spurning hvort þetta þýði eitthvað?!

Annars er ég nýkomin heim af tónleikum. Þeir gengu vel og voru bara allt í lagi. Reyndar svo hrikalega heitt að ég þurfti að draga hljóðfærið um 1 cm í sundur til þess að stemma, en venjulega dreg ég ekkert út (fyrir óvita, þá er 1 cm geðveikt mikið).
Mér finnst alltaf jafn flott og merkilegt að sjá alvöru píanóleikara spila. Það voru 2 píanókonsertar á prógramminu, Mozart og Tchaikovskí. Ég bara skil ekki hvernig stelpurnar geta hreyft fingurna svona hratt og hvað þá að spila svona margar nótur í einu! Vidunderligt alveg!

Nú tekur svo bara við skóli, verkefnavikum er lokið og óbreyttur skóli alveg fram í lokaviku maímánaðar. Fyndið þegar maður er orðinn vanur að vera alltaf með þessar verkefnavikur, þá virðast 2 mánuðir af venjulegum tímum alveg rosalega langur tími ;) er ekki að sjá fyrir endann á þessu bara... Þó verður nóg að gera, þarf að klára eitt hljómfræðiverkefni, byrja á öðru og klára það og svo þarf ég að skrifa ritgerð fyrir tónlistarsögu, sem mér finnst voðalega stórt og erfitt verkefni... En við sleppum við prófið :) Þurfum bara að taka próf í hljómfræði og tónheyrn, munnlegt og skriflegt þar... Svo eru einir tónleikar með Befriad 12. júní (takið daginn frá, ef þið komið í heimsókn, þá lofa ég sko frábæru veðri :) og vonandi heimferð þann 13. Sem er föstudagur...


Berglind @ 23:08
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan