![]() |
||||
10 mars 2008
Já, ég á víst afmæli í dag... Það tók mig um 2 klukkutíma að muna eftir því og hefði líklegast tekið lengri tíma ef ég hefði ekki verið í skólanum að skrifa glósur... (sem ég dagset alltaf) Að nær öllu leyti hefur dagurinn verið alveg voðalega eins og allir aðrir dagar. Skóli, æfði mig smá, kenndi aukatíma (tók smá þjófstart á páskaeggjaát í einum tíma) og fór á bókasafnið að reyna að finna eitthvað um Brahms. Þarf nefnilega að henda saman drögum að ritgerð fyrir miðvikudaginn... Síðasta vika með umliggjandi helgum hafa verið annasamar, setti inn smá dagbók frá Voss-námskeiðinu, sem var alveg með eindæmum skemmtilegt, aðeins of mikill dans kannski en annars alveg fryktelig morsomt :) Svo kenndi ég á námskeiði í Orre, sem er í Bryne, en lúðrasveitin á námskeiðinu er frá Klepp. Stjórnandinn hins vegar er frá Panama. Það var eiginlega frekar skemmtilegt, afslappað og rólegt bara. Frábært að fá svona fullt af pening fyrir eitthvað sem er bara skemmtilegt... Annað sem er bara skemmtilegt er Befriad dæmið. Erum núna búin að hafa tvenna tónleika, eina í Egersund þarsíðasta sunnudag og eina í Jørpeland síðasta sunnudag. Egersund kirkja var alveg ponsulítil, sátum alveg eins og rækjur í hljómsveitinni. Ein gömul kona reis upp eftir tónleikana og sagðist viss um að ef við myndum ferðast um heiminn og spila söngleikinn þá myndu öll stríð leysast. Ég er henni alveg sammála og vil ólm reyna :) alltaf gaman að ferðast allavega ;) Kirkjan í Jørpeland var öllu stærri. Hún er gerð úr steypu og engu, á greinilega að vera eitthvað voða listaverk, en fyrir smiðsdótturina mig, sá hún alveg hrikalega hálfkláruð út, bara ber steypa með förunum eftir spýturnar. Altaristaflan þar var sú hrikalegasta sem ég hef séð, Jesú á krossinum, úr einhvers konar málmi, en Jesús greyið leit meira út eins og svona skerímúví beinagrind... En tónleikarnir voru góðir, nánast full kirkja (stór kirkja!), svo vel mætt að það er búið að bóka ekstra tónleika kl 9 á annan páskadag. Allir stóðu upp og sungu með meirasegja í aukalaginu :) Held að þetta sé alveg að gera sig, núna er búið að bóka aukatónleika á annan páskadag og svo er búið að panta tónleika 12 júní. Kannski að ég hafi bráðum efni á að kaupa mér A-klarinett :) Berglind @ 22:33
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |