![]() |
||||
26 mars 2008
Hér ríkja þvílíkar vetrarhörkur, hitinn er rétt yfir frostmarki og enn er snjór, en sólin er nú samt farin að vinna aðeins í þessu... Mér finnst þetta ekkert gaman, ekki einu sinni ef þó ég kæmist á skíði, á skíðasvæðinu í Sirdal er nefnilega 16 gráðu frost!! Fussumsvei, sko! Þessa vikuna er verkefnavika í skólanum. Það þýðir engir venjulegir tímar, bara hljómsveitaræfingar frá ca 10-14. Nema á föstudaginn, þá erum við á æfingu frá 18-21. Prógrammið fyrir tónleikana einkennist af sólókonsertum og stykkjum. Sem er eiginlega alveg ferlega leiðinlegt, því sólóstykki byggjast auðvitað mest upp á að sólistinn spili af sér rassgatið á meðan hljómsveitin leikur léttan undirleik... Ég er með A-klarinett í láni þessa dagana, er að spá í að kaupa það og er því með það í svona prufuláni... Veit ekki alveg hvað mér finnst ennþá, það er mjög létt og þægilegt að spila á það, en það kemur fyrir að það kemur svona leiðindasónn á nokkrum nótum. Svo er það líka týpan fyrir neðan B-klarinettið mitt í gæðum. En kostirnir eru að ég get fengið það núna, en ef ég ætlaði að kaupa mér nýtt, yrði það ekki fyrr en í haust, í fyrsta lagi... Ohh, ég er svo léleg að taka ákvarðanir ;) Berglind @ 23:13
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |