![]() |
||||
10 mars 2008
![]() DAGUR 3 – Meiri dans, meiri dans, meiri dans Nú er sko komið fokkings nóg af öllum þessum fokkings dansi! Nei, ok, djók, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera að það á að láta mann dansa. Í dag þurftum við reyndar bara að endurtaka það sem við höfum lært, og það var bara einn tími með dansi, í stað tæpra 3 hina dagana. En guð, hvað ég er komið með leið á þessum hringsnúningi. Prógrammið í dag var aðeins meira praktískt, við fengum einn tíma í söng, lærðum nokkur þjóðlög og að “skreyta” lagið með smá svona trillum og þannig. Svo var fyrirlestur um notkun venjulegra fiðlna i þjóðlagatónlist. Nú langar mig hrikalega að taka upp fiðluna og fara að æfa mig. Eftir hádegi var haldið áfram með fiðlurnar og svo fengum við alltof stuttan tíma í að læra að spila þjóðlög á okkar eigin hljóðfæri. Það er eiginlega það skemmtilegasta sem við höfum gert að mínu mati. mál. Svo tók við meiri fokkings dans, og eftir þann tíma er bara frí þangað til á morgun. Hér er búið að snjóa í allan dag, svo langt síðan að ég hef séð svona jafna snjókomu, gæti horft endalaust bara út um gluggann. Spurning um að fara í smá göngutúr á eftir... Berglind @ 19:31
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |