![]() |
||||
10 mars 2008
![]() DAGUR 2 -Dans Þegar ég vaknaði í morgun, lá eitthvað hvítt á trjánum fyrir utan gluggann minn. Það hefur semsagt snjóað í nótt. Allt er voðalega hvítt og fallegt, og mig langar ennþá meira á skíði en áður. En það er víst ekki hægt, því skíðasvæðið lokar um leið og við erum búin á námskeiðinu á morgun. Dagurinn í dag hefur einkennst af hreyfingu. Reyndar var byrjað á því að einhver gaur hélt fyrirlesturinn “Hvað er þjóðlagatónlist?”. Sá maður var ekkert hrikalega hress og þar sem kvöldið í gær teygði sig vel inn í nóttina, var ég ekkert rosalega vakandi. Eftir fyrirlesturinn fórum við að skoða gömul hús hér uppí fjalli. Fallegi snjórinn gerði ekkert svakalega auðvelt fyrir og brekkurnar þannig að ef maður myndi renna af stað, þá myndi maður ekki stoppa fyrr en þónokkrum hundruð metrum neðar. Ef maður klessti ekki á tré, það er að segja. En öll komumst við nú upp á endanum og fengum leiðsögn um íbúðarhúsið og fjósið. Svo þurftum við að koma okkur niður aftur, eitthvað sem ég kveið fyrir, en svo kom í ljós að það liggur venjulegur vegur þarna uppeftir, kennurunum fannst bara svo gaman að láta okkur labba aðeins utan vegar! Eftir hádegi var söngfyrirlestur og svo tók við meiri dans. Og meiri dans. Og meiri dans. Veit ekki hvað það er, en allir þessir dansar virðast byggjast upp á að snúa sér í hring og ég, sem verð alltaf sjóveik og bílveik og ringluð um leið, er ekki alveg að höndla alla þessa hringi. Munaði minnstu að ég þurfti að hlaupa fram og æla eftir eina ferðina. Nú er smá pása og hvaðtekur við?! Jú, meiri dans! Berglind @ 19:33
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |