10 mars 2008


DAGUR 1 – Ferðalag og dans
…Byrjaði snemma. Virkilega snemma! Ég vaknaði um 4.30 og kláraði að pakka niður. Rétt náði að loka töskunni, var samt nokkuð stolt fyrir að hafa getað troðið 5 daga ferðalagi í litlu töskuna.
Þar sem strætó byrjar ekki að ganga fyrr en 7 í Stavanger, ákvað ég að labba bara í flugrútuna. Heiman frá mér og niðrá næstu stoppistöð er ca 1 kílómeter. Niður bratta brekku. Gangan var því afar hressandi, svona í morgunsárið. Bara gott að það var ekki upp brekkuna.
Framan af gekk ferðalagið til Voss bara vel, náði flugrútunni, flugið fór næstum því á réttum tíma og lenti um korteri of snemma í Bergen. Og þá kom dynkurinn. Ég hafði rosalega tæpan tíma til að komast inn til Bergen, en samkvæmt töflu flugrútunnar átti ég alveg að ná lestinni. Þegar rútan var komin af stað fattaði ég, að taflan gildir alveg örugglega ekki mitt í umferðarálagstíma. Sem reyndist rétt. Ég fór út úr rútunni í Bergen á sömu mínútu og lestin lagði af stað. Næsta lest átti að fara um 2 tímum seinna, sem gaf mér tíma til þess að finna pósthús og fá mér að borða. Öll lestarvesensfýla hvarf um leið og ég labbaði inn í verslanamiðstöðina við hliðina á lestarstöðinni. Það fyrsta sem ég sá var lítið Baker Brun bakarí (besta bakaríið í öllum Noregi!). Svo ég settist bara þar inn með kakó og sólskinsbollu og las Tommy & Tigern.
Ég náði svo næstu lest, sem rann inn til Voss um hálftólf leytið.
Voss er úberkjút lítill skíðabær. Ég fékk götukort á lestarstöðinni svo ég gæti fundið leiðina í Ole Bull skólann. Ég var næstum búin að gefast upp þegar ég sá hversu langt var á
milli x-anna á kortinu, en labbaði af stað. Ég var búin að taka ca 3 skref þegar ég kom að kirkjunni, sem þýddi að ég var ca hálfnuð. Jú, Voss er lítill bær. Fann skólann og komst inn og allt. Stóð eins og bjáni í anddyrinu, því þar var enginn og ég heyrði ekkert hljóð. Svo kom kall og spurði hvort ég væri íslendingurinn. Jú, ég er víst íslendingurinn.
Og nú er ég farin að dansa.

Mörgum klukkutímum (og hringjum) seinna...
Við erum búin að dansa svo til í allan dag. Byrjuðum á að læra hringdans og eins og nafnið gefur til kynna, er dansað í hring. Stóran hring kringum salinn og lítinn hring kringum sjálfan sig. Eftir nokkra hringi var ég orðin ansi ringluð og eftir nokkra klukkutíma stóð ég varla í lappirnar.
Næst var kynning á ýmsum blásturshljóðfærum. Þar var td svona langt langt horn, minna horn og svo flautur. Öll byggjast þau upp á yfirblæstri. Eftir kynninguna fengum við að prufa öll hljóðfærin og það var nokkuð sérstakt. Þá komu yfirblástursæfingarnar hennar Áshildar að gagni :)

Svo eftir kvöldmat, var komið að bygdedans, sem við lærðum fljótt að er líka hringdans, bara möööörg mismunandi skref. Og fleiri hringir. Í endann lærðum við polka, í mýflugumynd. Þar voru sömu hringirnir og nú, í þessum skrifuðu orðum, langar mig helst að setjast niður inni á baðherbergi og kynnast klósettskálinni náið. Er með gubbuna alveg upp í háls.


Berglind @ 20:45
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan