![]() |
||||
26 febrúar 2008
Það var sko alveg maraþonæfing í gær í þessu dæmi þarna. Verkið heitir Befriad og er ósviðsettur söngleikur úr Jóhannesarguðspjalli og með Jesú og Jóhannesi og einhverjum fleirum... Semsagt lítil hljómsveit, húdsj stór kór og nokkrir einsöngvarar. Þetta er alveg ágætis stykki, skemmtilegar laglínur og alls ekki erfitt, en samt ekkert of létt, svo að manni hundleiðist. Næsta sunnudag verður líklegast önnur svona maraþonæfing, nema að sú æfing endar á tónleikum. Daginn eftir á ég flug til Bergen kl 7. Þá tekur við námskeið fram til föstudags og á laugardaginn er ég að fara að kenna á skólalúðrasveitarnámskeiði í Bryne. Held að ég hafi ekki verið svona bissí síðan síðasta veturinn á Íslandi. Annars er vorið komið hér í útlandinu.Fyrir helgi kom smá sól og fínt veður og gróðurinn tók heldur betur við sér, alls staðar sér maður túlípana og vorlauka, trén eru farin að laufgast og á þeim grasflötum sem grasið aksjúallí fölnar, eru komin lítil græn strá. Ó, hvað ég væri til í að fá vorið bara núna, og sumarið á morgun! Berglind @ 23:44
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |