17 febrúar 2008

Stundum er ég bara alveg stútfull af góðum hugmyndum...
Í dag datt mér í hug að hjóla í skólann, því það var svo fínt veður. Sem ég gerði og æfði mig í nokkra tíma. Svo kom að því að hjóla heim, en ég ákvað að stoppa niðrí bæ og kaupa mér eitthvað gott að borða. Ég hélt að ég myndi alveg rata úr bænum og heim, meina, en neinei, það gerði ég sko ekki. Hjólaði þá leið sem ég hélt að væri leiðin inn á Madlaveien, en svo reyndist sko heldur betur ekki. Lenti inní einhverju hverfi og það tók sko heila eilífð að finna leiðina út úr því aftur. Þegar ég loksins komst út á einhverja stóra götu, þá var ég orðin svo villt að ég vissi ekki hvort ég ætti að fara til hægri eða vinstri til að komast til heim. Ákvað að fara til vinstri en þegar ég var búin að hjóla í ca 5 mínútur, komst ég að því að þetta var sennilega vitlaus átt, svo ég sneri við og hjólaði til baka. Eftir um korter í þá átt, fann ég loksins eitthvað sem ég kannaðist við, hverfi með dularfullum ofurlitlum húsum og litlum görðum, sem er neðst í bakkanum upp á Hauginn. Þá var bara eftir að hjóla upp bakkann, sem er sko laaangur og brattur, en svo var ég komin heim. Og í staðinn fyrir að vera um hálftíma á leiðinni, var ég alveg góðan klukkutíma...
En yfirleitt læri ég eitthvað af mínum slæmu ákvörðunum, eins og til dæmis að það er ekki góð hugmynd að prufa nýja leið í myrkri og að bleyjubuxurnar hans Örvars eru sko alls ekkert slæm hugmynd!


Berglind @ 00:30
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan