![]() |
||||
13 febrúar 2008
Þessi skóli sem ég er í, er rosalega góður í að koma manni á óvart. Á sunnudaginn td. fengum við smá surprise, þegar einhver sá á skjánum (sjónvarp á nokkrum stöðum í skólanum, sýnir tilkynningar frá skrifstofunni og svoleiðis) að við á 2. ári áttum að mæta á tónleika í Eiganes Skole daginn eftir. Það kom okkur nokkuð á óvart, þar sem enginn hafði heyrt neitt um þessa tónleika, um hvað þeir væru eða af hverju við ættum að mæta. Já, eða hvar Eiganes Skole var. En við fundum út úr því og rétt fyrir tólf voru um 10 mjög svo ráðvilltir nemar sem reikuðu um á leikvellinum við Eiganes Skole að reyna að finna út úr því hvert húsanna við ættum að fara inn í. En einn lítill strákur skipti á upplýsingum við mig og benti mér á rétta húsið. Ég reimaði skóna hans í staðinn. Fengum svo aftur sörpræs í dag, en það var öðruvísi og frekar þægilegt sörpræs, nefnilega upplýsingar fyrirfram. Lise, annar tónlistarsögukennarinn kom í tónlistarsögutíma hjá hinum tónlistarsögukennaranum með upplýsingar um þjóðlaganámskeiðið í Voss. Svo að núna vitum við svona nokkurn veginn hvað við erum að fara út í, alveg með þirggja vikna fyrirvara! Nokkuð gott, þykir mér. En við eigum helst að koma á sunnudeginum og verðum fram á föstudag. Við eigum að taka með okkur hlý föt og regnföt, því þarna er víst allra veðra von á einni viku. Svo eigum við að taka með okkur sleipa skó (sveiattan, ég er varla búin að leysa ein skóvandamál, þegar þau næstu taka við) fyrir allan dansinn sem þarna fer fram (sem er sko þokkalega annað sveiattan!). Við fáum fullt að borða, en þurfum að taka með okkur matpakka í morgunmatnum, til þess að borða í hádeginu. Veit ekki alveg af hverju, en ég fékk alveg hroll með tilhugsun til Toneheim og gúmmíbrauðsins þar, þegar hún minntist á matpakka. Var alveg komin út í búð í huganum að kaupa kex og ávexti og þess háttar, líkt og ég gerði síðustu mánuðina þar... En fyrir utan hvað þetta er dýrt og fyrst að skólinn skyldar okkur til að fara, finnst mér svo að skólinn ætti líka að borga, þá verður þetta örugglega voða gaman. Berglind @ 19:16
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |