![]() |
||||
10 febrúar 2008
Þá er verkefnavikunni lokið og venjulegur skóli hefst á ný. Eða svoleiðis, á morgun eigum við á 2. ári að mæta á einhverja dularfulla tónleika í Eiganes skóla, voðalega lítið vitað um þá. En svo er bara venjulegur skóli alveg næstu 3 vikurnar, þá er það túrinn til Voss á þjóðlaganámskeið. Sem þýðir kannski að ég komist á skíði í fyrsta sinn síðan ég var 16 ára (sem er eftir 4 ár að mati eins strætóbílstjóra). En verkefnavikan var bara fín. Við spiluðum á Shellpris tónleikunum (Shellprisen eru einskonar verðlaun fyrir að vera góður tónlistarmaður), spiluðum Overture Candide af Bernstein og svo nokkrar aríur með söngvurum sem hafa fengið Shellprisen einhvern tímann. Klarinettdeildin fékk smá púsluspil að leysa, þegar bassaklarinettuleikarinn (Tone, sem er sko efni í heilt blogg einhvern tímann!) fékk svona líka svakalega flensu á föstudaginn og Srdjan, sem var skilinn útundan, átti að leysa af. En hann reyndist ekki nógu góður á bassann, svo að hann tók við 1. klarinettinu af Tore, sem spilaði bassaröddina í þeim verkum sem innihéldu bassarödd. Svo kom það í ljós á æfingunni í morgun, að Srdjan var ekkert reddí til að spila Glitter and be gay, svo að úr fór að ég fékk nýtt sóló úr 1. röddinni á meðan Tore spilaði bassaklarinett (þetta var ákveðið tveim tímum fyrir tónleika, eftir síðustu æfinguna og ég þurfti að spila það á tónleikunum, algerlega án þess að hafa spilað það áður OG það samanstóð af áttundapartsnótum, tríólu og sextándapartsnótum, sem er ekki alveg það auðveldasta). Og svo ég monti mig svolítið, þá tókst mér það, spilaði líka svona glimrandi vel og uppskar hrós frá öllum í kringum mig og frá Håkon, kennaranum mínum, sem er auðvitað best í heimi fyrir tónlistarnemann. Fátt gefur manni meira en hrós frá kennaranum :) Berglind @ 22:51
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |