![]() |
||||
15 febrúar 2008
Það er svo mikill sunnudagur í mér eitthvað að ég á örugglega eftir að mæta í skólann í fyrramálið... Annars fékk ég eitt af þessum skemmtilegu símtölum í dag. Veit ekki hvernig eða hvar þetta fólk fær símanúmerið mitt, en ég fæ annað slagið svona símtöl. Þá hringir bara eitthvað fólk í mig, alveg út í bláinn og biður mig að vera með í hinu og þessu verkefni. Fékk td. djobbið í Madlamark Skolekorps á þennan máta og það kom nú vel út. En já, að þessu símtali. Í þetta skiptið var það einhver gaur sem bað mig um að vera með í einhverju úberverkefni. Þetta eru semsagt 2 heilsdagsæfingar og 4 tónleikar, með 80-90 manna kór og sinfóníuhljómsveit. Geðveikt spennandi! Og enn betra, söngvararnir borga um 5000 kall, til þess að hljómsveitin fái borgað :) ég fæ semsagt borgað fyrir þetta, um 50 þúsund kall :) Var sko ekki lengi að segja já! Berglind @ 19:06
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |