29 febrúar 2008
Vissir þú... ...að það er hlaupársdagur fjórða hvert ár? Jú, það vissirðu líklegast ...en að það er ekki hlaupár á heilu árhundraði, (eins og 1700, 1800, 1900, 2000 osfrv.) nema að það sé hægt að deila tölunni með 400? Já, þessu komst ég að í dag... Það var td hlaupár árið 2000 (2000/400=5) en það verður ekki árið 2100 (2100/4=5.25). Þessu komst ég að í dag...svo lengi lærir sem lifir, ha?! Berglind @ 21:36
|
28 febrúar 2008
Það alveg hlaðast inn verkefnin þessa dagana. Það er jú alltaf þannig að annaðhvort hef ég ekkert að gera eða allt... Nú hljómar dagskráin næstu einu og hálfu vikuna þannig: Á morgun er ég með grúppuæfingu klarinettanna í litlu lúðrasveitinni í Madlamark. Laugardagur: Ætla að fara í smá Ikea leiðangur, er orðin svo þreytt á því að hafa allt í drasli, ætla að finna einhverjar hillur/skúffur. Sunnudagur: Befriad æfing og tónleikar í Egersund Mánudagur-Föstudagur: Námskeið í Voss, dagskráin er komin og hún er frá níu til níu flesta dagana! Laugardagur: Kenna á námskeiði í Bryne Sunnudagur: Befriad tónleikar í Jørpeland Næsti frídagur hjá mér verður því líklegast 14. mars :) Berglind @ 22:24
|
26 febrúar 2008
Það var sko alveg maraþonæfing í gær í þessu dæmi þarna. Verkið heitir Befriad og er ósviðsettur söngleikur úr Jóhannesarguðspjalli og með Jesú og Jóhannesi og einhverjum fleirum... Semsagt lítil hljómsveit, húdsj stór kór og nokkrir einsöngvarar. Þetta er alveg ágætis stykki, skemmtilegar laglínur og alls ekki erfitt, en samt ekkert of létt, svo að manni hundleiðist. Næsta sunnudag verður líklegast önnur svona maraþonæfing, nema að sú æfing endar á tónleikum. Daginn eftir á ég flug til Bergen kl 7. Þá tekur við námskeið fram til föstudags og á laugardaginn er ég að fara að kenna á skólalúðrasveitarnámskeiði í Bryne. Held að ég hafi ekki verið svona bissí síðan síðasta veturinn á Íslandi. Annars er vorið komið hér í útlandinu.Fyrir helgi kom smá sól og fínt veður og gróðurinn tók heldur betur við sér, alls staðar sér maður túlípana og vorlauka, trén eru farin að laufgast og á þeim grasflötum sem grasið aksjúallí fölnar, eru komin lítil græn strá. Ó, hvað ég væri til í að fá vorið bara núna, og sumarið á morgun! Berglind @ 23:44
|
19 febrúar 2008
Fleiri fyndnar auglýsingar :) Frá Opplysningen 1881, sem er eins og 118 á Íslandi. Þýðing: Kona: Upplýsingar 1881. Kall: Já, halló, góðan dag. Hversu mikið kostar einn lestarmiði frá Lilleström til Osló? Kona: Jú, það skal ég finna fyrir þig. Hann kostar 49 krónur. Kall: 49 krónur, já. Úff. Hversu langt kemst ég fyrir 28? Aha. Ok. Takk. Bless. Texti: Við getum hjálpað þér með næstum allt. Þýðing: Kona: Upplýsingar 1881. Kall: Já, hérna, hvernig segir maður fyrirgefðu á þýsku? Kona: Fyrirgefðu á þýsku? Það skal ég athuga. Það er entschuldigung. Kall:Entschuldigung! Hvað heitir ég er með tryggingaskýrslu á þýsku? Kona: Ich habe skadenbericht. Kall: Ich habe skadenbericht!! Texti: Við getum hjálpað þér með næstum því allt. Berglind @ 23:37
|
17 febrúar 2008
Stundum er ég bara alveg stútfull af góðum hugmyndum... Í dag datt mér í hug að hjóla í skólann, því það var svo fínt veður. Sem ég gerði og æfði mig í nokkra tíma. Svo kom að því að hjóla heim, en ég ákvað að stoppa niðrí bæ og kaupa mér eitthvað gott að borða. Ég hélt að ég myndi alveg rata úr bænum og heim, meina, en neinei, það gerði ég sko ekki. Hjólaði þá leið sem ég hélt að væri leiðin inn á Madlaveien, en svo reyndist sko heldur betur ekki. Lenti inní einhverju hverfi og það tók sko heila eilífð að finna leiðina út úr því aftur. Þegar ég loksins komst út á einhverja stóra götu, þá var ég orðin svo villt að ég vissi ekki hvort ég ætti að fara til hægri eða vinstri til að komast til heim. Ákvað að fara til vinstri en þegar ég var búin að hjóla í ca 5 mínútur, komst ég að því að þetta var sennilega vitlaus átt, svo ég sneri við og hjólaði til baka. Eftir um korter í þá átt, fann ég loksins eitthvað sem ég kannaðist við, hverfi með dularfullum ofurlitlum húsum og litlum görðum, sem er neðst í bakkanum upp á Hauginn. Þá var bara eftir að hjóla upp bakkann, sem er sko laaangur og brattur, en svo var ég komin heim. Og í staðinn fyrir að vera um hálftíma á leiðinni, var ég alveg góðan klukkutíma... En yfirleitt læri ég eitthvað af mínum slæmu ákvörðunum, eins og til dæmis að það er ekki góð hugmynd að prufa nýja leið í myrkri og að bleyjubuxurnar hans Örvars eru sko alls ekkert slæm hugmynd! Berglind @ 00:30
|
15 febrúar 2008
Það er svo mikill sunnudagur í mér eitthvað að ég á örugglega eftir að mæta í skólann í fyrramálið... Annars fékk ég eitt af þessum skemmtilegu símtölum í dag. Veit ekki hvernig eða hvar þetta fólk fær símanúmerið mitt, en ég fæ annað slagið svona símtöl. Þá hringir bara eitthvað fólk í mig, alveg út í bláinn og biður mig að vera með í hinu og þessu verkefni. Fékk td. djobbið í Madlamark Skolekorps á þennan máta og það kom nú vel út. En já, að þessu símtali. Í þetta skiptið var það einhver gaur sem bað mig um að vera með í einhverju úberverkefni. Þetta eru semsagt 2 heilsdagsæfingar og 4 tónleikar, með 80-90 manna kór og sinfóníuhljómsveit. Geðveikt spennandi! Og enn betra, söngvararnir borga um 5000 kall, til þess að hljómsveitin fái borgað :) ég fæ semsagt borgað fyrir þetta, um 50 þúsund kall :) Var sko ekki lengi að segja já! Berglind @ 19:06
|
14 febrúar 2008
Alveg frábært :) Berglind @ 21:28
|
Kræ-Beibí? Í alvörunni?! Berglind @ 10:07
|
13 febrúar 2008
Þessi skóli sem ég er í, er rosalega góður í að koma manni á óvart. Á sunnudaginn td. fengum við smá surprise, þegar einhver sá á skjánum (sjónvarp á nokkrum stöðum í skólanum, sýnir tilkynningar frá skrifstofunni og svoleiðis) að við á 2. ári áttum að mæta á tónleika í Eiganes Skole daginn eftir. Það kom okkur nokkuð á óvart, þar sem enginn hafði heyrt neitt um þessa tónleika, um hvað þeir væru eða af hverju við ættum að mæta. Já, eða hvar Eiganes Skole var. En við fundum út úr því og rétt fyrir tólf voru um 10 mjög svo ráðvilltir nemar sem reikuðu um á leikvellinum við Eiganes Skole að reyna að finna út úr því hvert húsanna við ættum að fara inn í. En einn lítill strákur skipti á upplýsingum við mig og benti mér á rétta húsið. Ég reimaði skóna hans í staðinn. Fengum svo aftur sörpræs í dag, en það var öðruvísi og frekar þægilegt sörpræs, nefnilega upplýsingar fyrirfram. Lise, annar tónlistarsögukennarinn kom í tónlistarsögutíma hjá hinum tónlistarsögukennaranum með upplýsingar um þjóðlaganámskeiðið í Voss. Svo að núna vitum við svona nokkurn veginn hvað við erum að fara út í, alveg með þirggja vikna fyrirvara! Nokkuð gott, þykir mér. En við eigum helst að koma á sunnudeginum og verðum fram á föstudag. Við eigum að taka með okkur hlý föt og regnföt, því þarna er víst allra veðra von á einni viku. Svo eigum við að taka með okkur sleipa skó (sveiattan, ég er varla búin að leysa ein skóvandamál, þegar þau næstu taka við) fyrir allan dansinn sem þarna fer fram (sem er sko þokkalega annað sveiattan!). Við fáum fullt að borða, en þurfum að taka með okkur matpakka í morgunmatnum, til þess að borða í hádeginu. Veit ekki alveg af hverju, en ég fékk alveg hroll með tilhugsun til Toneheim og gúmmíbrauðsins þar, þegar hún minntist á matpakka. Var alveg komin út í búð í huganum að kaupa kex og ávexti og þess háttar, líkt og ég gerði síðustu mánuðina þar... En fyrir utan hvað þetta er dýrt og fyrst að skólinn skyldar okkur til að fara, finnst mér svo að skólinn ætti líka að borga, þá verður þetta örugglega voða gaman. Berglind @ 19:16
|
10 febrúar 2008
Þá er verkefnavikunni lokið og venjulegur skóli hefst á ný. Eða svoleiðis, á morgun eigum við á 2. ári að mæta á einhverja dularfulla tónleika í Eiganes skóla, voðalega lítið vitað um þá. En svo er bara venjulegur skóli alveg næstu 3 vikurnar, þá er það túrinn til Voss á þjóðlaganámskeið. Sem þýðir kannski að ég komist á skíði í fyrsta sinn síðan ég var 16 ára (sem er eftir 4 ár að mati eins strætóbílstjóra). En verkefnavikan var bara fín. Við spiluðum á Shellpris tónleikunum (Shellprisen eru einskonar verðlaun fyrir að vera góður tónlistarmaður), spiluðum Overture Candide af Bernstein og svo nokkrar aríur með söngvurum sem hafa fengið Shellprisen einhvern tímann. Klarinettdeildin fékk smá púsluspil að leysa, þegar bassaklarinettuleikarinn (Tone, sem er sko efni í heilt blogg einhvern tímann!) fékk svona líka svakalega flensu á föstudaginn og Srdjan, sem var skilinn útundan, átti að leysa af. En hann reyndist ekki nógu góður á bassann, svo að hann tók við 1. klarinettinu af Tore, sem spilaði bassaröddina í þeim verkum sem innihéldu bassarödd. Svo kom það í ljós á æfingunni í morgun, að Srdjan var ekkert reddí til að spila Glitter and be gay, svo að úr fór að ég fékk nýtt sóló úr 1. röddinni á meðan Tore spilaði bassaklarinett (þetta var ákveðið tveim tímum fyrir tónleika, eftir síðustu æfinguna og ég þurfti að spila það á tónleikunum, algerlega án þess að hafa spilað það áður OG það samanstóð af áttundapartsnótum, tríólu og sextándapartsnótum, sem er ekki alveg það auðveldasta). Og svo ég monti mig svolítið, þá tókst mér það, spilaði líka svona glimrandi vel og uppskar hrós frá öllum í kringum mig og frá Håkon, kennaranum mínum, sem er auðvitað best í heimi fyrir tónlistarnemann. Fátt gefur manni meira en hrós frá kennaranum :) Berglind @ 22:51
|
06 febrúar 2008
Stundum, ha...stundum! Hversu oft gerist eitthvað svona: Einn kjóll eftir í búðinni. Passar akkúrat. Kostar innan við þúsund kall. Nei, þetta gerist sko ekki oft, en þetta gerðist fyrir mig í dag. Var að leita mér að nýjum tónleikafötum, búin að skoða alls staðar og ekkert búin að finna. Ákvað að fara inn í VeroModa og fann þar svartan kjól. Síðasti svona kjóllinn í búðinni, í minni stærð, passaði úberfínt og kostaði 75 kr. Var ekki lengi að kaupa hann...! Berglind @ 20:21
|
02 febrúar 2008
Norskar auglýsingar eru alveg hrikalega fyndnar oft, og þar sem ég hef ekkert merkilegt að skrifa um, hef ég ákveðið að leita nokkrar uppi og deila með ykkur :) TELENOR - stil om fremtiden Íslensk Þýðing: Stíll um framtíðina Einhvern tíma í framtíðinni verða símarnir svo litlir að við getum sett þá í vasann og tekið þá með okkur út um allt. Við munum geta séð þá sem við tölum við á litlum sjónvarpsskjá og við getum horft á bæði fréttir og sjónvarpsþætti í símanum - allan daginn. Við getum líka hlustað á útvarp með hjálp pínulítilla hátalara sem við setjum inn í eyrun. Í símanum verður innbyggð myndavél. Þú munt geta séð fótboltaleiki beint í símanum. Auk þess er einhvers konar plötuspilari inni í símanum og þúsundir flottra laga koma í síman í gegnum loftið. Næstu tvær segja sig sjálfar, Hydro hlakkar til þess að litlir tæknisnillingar verði fullorðnir... HYDRO - LESTIN HYDRO - BÍLLINN Bara 2 af breiðbandsauglýsingum Telenor, þær voru alveg nokkrar og óheyrilega fyndnar :) TELENOR - BESTEFAR VG er dagblað í Noregi... VG - stille i fjeset Þetta lag er mest elskaða og mest hataða lag í Noregi þessa stundina. Ég elska það :) YADE SJOKOLADE Þessi hefur alveg gengið hringinn á netinu. STATOIL Ógurlega sæt... TINE NORVEGIA Berglind @ 03:45
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||