19 janúar 2008

Hér geisaði stormur í nótt. Yfirleitt þegar Norðmenn lýsa yfir stormviðvörun, þá kemur svona hressileg gola, en ekkert mikið meira en það. Í nótt var hinsvegar almennilegt óveður, greinilega. Trampolín fauk inn um stofuglugga í Tysvær og þakið á einni bensínstöð í Vardeneset fauk víst af.
Þegar ég kom í skólann í dag, blasti við afskaplega dramatísk sjón, toppurinn af einu trénu (við erum að tala um ca 10 m hátt tré og toppurinn allavega 3 metrar!) hafði brotnað af í nótt og var út um allt á jörðinni. Greinin hefur hitt akkúrat ofan á ljósastaur sem var í klessu... Maður fékk hálfgert vohó, þegar maður kom inn í parkinn, allt út í litlum greinum og laufum og gleri og þannig!

Annars er fínt lítið að frétta, er bara í skólanum og svona, næsta verkefnavika nálgast óðum, 4. febrúar. Ég er að spila í 2. sinfóníu Beethoven. Svo fer ég að öllum líkindum til Voss á þjóðlaganámskeið. Það er drulludýrt, en verður örugglega fínt, auk þess sem eitt besta skíðasvæði Noregs er í nágrenninu, aldrei að vita nema mar skelli sér á skíði.
En þetta námskeið, blandað með himinháu verði á flugum, gera það að verkum að ég er ekkert á leiðinni heim í páskafríinu. Tékkaði á flugum um daginn og þá voru þau komin í 40 þúsund kallinn! Sjittfokk sko! Mikið hlakkar mig til þegar Star Trek aðferðin kemur á markað... Er ekki örugglega einhver að vinna í þessu?!
Svo við því að bæta, þá eru flug frá Íslandi til Stavanger enn á viðráðanlegu verði :) Stavanger um miðjan mars, ha?! Það þýðir vor og sól og blíða... :)


Berglind @ 21:25
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan