![]() |
||||
19 janúar 2008
Hér geisaði stormur í nótt. Yfirleitt þegar Norðmenn lýsa yfir stormviðvörun, þá kemur svona hressileg gola, en ekkert mikið meira en það. Í nótt var hinsvegar almennilegt óveður, greinilega. Trampolín fauk inn um stofuglugga í Tysvær og þakið á einni bensínstöð í Vardeneset fauk víst af. Þegar ég kom í skólann í dag, blasti við afskaplega dramatísk sjón, toppurinn af einu trénu (við erum að tala um ca 10 m hátt tré og toppurinn allavega 3 metrar!) hafði brotnað af í nótt og var út um allt á jörðinni. Greinin hefur hitt akkúrat ofan á ljósastaur sem var í klessu... Maður fékk hálfgert vohó, þegar maður kom inn í parkinn, allt út í litlum greinum og laufum og gleri og þannig! Annars er fínt lítið að frétta, er bara í skólanum og svona, næsta verkefnavika nálgast óðum, 4. febrúar. Ég er að spila í 2. sinfóníu Beethoven. Svo fer ég að öllum líkindum til Voss á þjóðlaganámskeið. Það er drulludýrt, en verður örugglega fínt, auk þess sem eitt besta skíðasvæði Noregs er í nágrenninu, aldrei að vita nema mar skelli sér á skíði. En þetta námskeið, blandað með himinháu verði á flugum, gera það að verkum að ég er ekkert á leiðinni heim í páskafríinu. Tékkaði á flugum um daginn og þá voru þau komin í 40 þúsund kallinn! Sjittfokk sko! Mikið hlakkar mig til þegar Star Trek aðferðin kemur á markað... Er ekki örugglega einhver að vinna í þessu?! Svo við því að bæta, þá eru flug frá Íslandi til Stavanger enn á viðráðanlegu verði :) Stavanger um miðjan mars, ha?! Það þýðir vor og sól og blíða... :) Berglind @ 21:25
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |