![]() |
||||
07 janúar 2008
HEIMÚT Þá er ég komin heimút. Ferðalagið gekk bara næstum eins og í sögu, það eina var að seinna fluginu (Osló-Stavanger) var seinkað um klukkutíma og svo að ég gleymdi næstum því að stilla klukkuna á norskan tíma og fattaði það ekki fyrr en 6 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið (samkvæmt seinkuðum tíma), en var sem betur fór ekki langt frá hliðinu og náði því ;) Varla hægt að kalla þetta einhver hrakföll því ég var ekki einu sinni kölluð upp eða neitt... Fór svo í skólann snemma í morgun, á eitthvað sem ég hélt að væri hljómfræðinámskeið, en fljótt kom í ljós að svo er víst ekki, heldur er þetta tónlistargreiningarnámskeið, eða eitthvað þannig, er ekki alveg að finna rétta íslenska orðið, en á norsku heitir þetta Musikkanalyse. Restina af deginum notaði ég til þess að sofa. Sofnaði þegar ég kom heim um 12 og vaknaði um fjögur. Sofnaði svo aftur milli 7 og 8 og er að hugsa um að fara að drífa mig í rúmið fljótlega. Þessir flugferðalagadagar eru farnir að fara alveg hrikalega illa í mig... Mikið hlakkar mig til þegar maður getur ferðast svona eins og í Star Trek, leysist upp á einum stað og birtist á öðrum sekúndubroti seinna... Those will be the days! Berglind @ 22:31
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |