![]() |
||||
27 janúar 2008
![]() Það hefur víst fundist lítill grænn kall á Mars. Án gríns. Það stendur allt um það hér. Ég fór nú að spá hvað það væri hrikalega fyndið ef einhver geimfarinn hafi skilið eftir garðálf þarna ;) Í dag er frídagur hjá mér, ég nenni ekki að fara út, því það er svo leiðinlegt veður (ekki nærri eins slæmt og á Fróni, bara rok og svoleiðis, en samt...) Því sit ég bara inni og horfi á handbolta og prjóna. Mér finnst ég samt verða að taka það fram að það er ekki mitt val að horfa á handbolta, heldur er Mette (sú sem flutti inn í haust) algert handboltafrík. Sem þýðir að ég neyðist til að horfa ansi mikið á handbolta þessa dagana. En það er nú ekkert drepleiðinlegt, svo ég lifi það af. Nú er bara ein vika í fyrsta hljómsveitarverkefni ársins. Það breyttist aðeins, því strengjaleikarar eru svo miklar dramadrottningar. Sibelius/Beethoven tónleikunum var aflýst, vegna þess að strengjaleikararnir voru ekki að treysta sér í svona mörg verkefni á þessarri önn. Lúserar! En við sitjum ekki aðgerðalaus samt, því á sunnudaginn eru Shellpris tónleikar og fékk hljómsveit skólans það skemmtilega verkefni að spila á þeim. Mesti parturinn er bara undirspil fyrir einhverja söngvara, en svo erum við að spila Overture Candide af Bernstein. Sem er öfga skemmtilegt. Jei :) En stjórnandinn kemur ekki fyrr en á þriðjudag svo að við fáum 4 daga helgi og svo 4 daga æfingatörn, sem endar frekar instenst með 4 klukkutíma æfingu á sunnudag, 2 tíma pásu og svo er búist við því að tónleikarnir verði um 3 klukkutímar (við erum opnunar og loka atriðið). Svo er sumarið að komast í eitthvað form. Hef reyndar ekki enn hugmynd um hvenær ég kem heim, en síðasti prófdagur er 13. júní, svo það verður ekki mikið seinna en það. Svo var ég um jólin að gæla við að fara á landsmót skáta, (lil sys er að fara í fyrsta skipti sem skáti) og taka prinsinn af Laugarteig með mér. Fannst vera kominn tími á að smita hann af skátabakteríunni. Pabbi var ekki lengi að kjafta því í rétta fólkið og núna er staðan víst þannig að ég er orðin fararstjóri Stróks (skátafélagsins í Hveragerði). En það er bara gaman :) Ég verð að vinna á Hælinu aftur, sem mér finnst voðalega gott, enda er sú vinna sem ég vann í fyrra, ein sú skemmtilegasta evvör...! En nú ætla ég kannski aðeins að reyna að vinna í hljómfræðiverkefninu, þarf að gera tvær varíasjónir yfir norskt þjóðlag, eina í vögguvísu/fimmunda-stíl og aðra í fanfare stíl.... Berglind @ 18:38
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |