![]() |
||||
29 janúar 2008
Í dag er víst kominn 29 janúar í þriðja skiptið eftir að mamma dó. Hún hefði orðið 48 ára, sem mér finnst hálfótrúlegt. Í minningunni er hún alltaf ung, en þegar hún veiktist var hún búin að vera í átaki, eins og hún orðaði það, og var svo hraust og falleg. Mamma var alveg frábær kona, ég var alltaf alveg hrikalega mikil mömmustelpa og það var ekki fyrr en eftir að hún veiktist, að ég áttaði mig á hversu mikið ég treysti á hana. Hún studdi alltaf við bakið á okkur, í öllu sem við vildum gera. Þegar ég vildi flytja til Reykjavíkur og byrja í Tónlistarskólanum í Reykjavík þá var hún eflaust áhyggjufull og efins, að ég væri ein og þyrfti að sjá um mig alveg sjálf, en hún sýndi það ekki. Hún hjálpaði mér að sækja um skólana og finna herbergi og þegar ég flutti var hún meirasegja búin að finna út hvaða strætó ég átti að taka í skólann og allt. Mér tókst að taka réttan strætó, bara í vitlausa átt, en það er önnur saga. Mamma tók þátt í eiginlega öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var í foreldraráði í lúðrasveitinni, íþróttafélaginu og þegar ég byrjaði í skátunum, var ekki langt þar til hún var komin í þá líka. Hún eyddi heilli nótt vakandi í félagsmiðstöðinni, komin 5-6 mánuði á leið, bara vegna þess að ég ákvað að gista þar “ein”, án vinkvenna minna. Ég var vön að segja mömmu allt og hún var ótrúlega góð í að finna á sér þegar eitthvað var að. Sama hvað hún var að gera, eða hvaða áhyggjur hvíldu á hennar herðum, hafði hún alltaf tíma til að hlusta á mig og hún hafði alltaf góð ráð á höndum. Sumar bestu stundirnar sem við áttum saman, voru sumrin í Hörgshlíð. Þar var “heima” fyrir mömmu. Hún kunni sögur um hvern stein og tún. Einu sinni ákváðum við að labba niður fjallið frá vatninu, ég, mamma og Ástrún, og mamma sagði okkur hverja söguna á eftir annarri um hvernig lífið var í sveitinni þegar hún var ung. Hún sagði okkur frá heimavistinni í Reykjanesi og sauðburðinum á vorin. Þegar hún hitti stelpu í skólanum, bauð henni heim með sér í helgarfríi og eignaðist þar bestu vinkonu sína, hana Rán. Það var eitthvað við hvernig hún sagði frá, allt varð svo spennandi, þó það væri ekki merkilegra en að hún væri að lýsa fötunum sem hún fór í, í fjósið, það varð alveg töfrandi við frásögn hennar. Ég held að ég hafi ekki alveg náð að meta mömmu fyrr en eftir að ég varð eldri. Mér fannst sjálfsagt að mamma kæmi alltaf að ná í mig, þegar ég hringdi, eða að hún var heima eftir skóla og gæfi mér og öllum þeim sem ég dró með mér, að borða. Að hún færi með okkur út í gönguferðir og að leika, eða hjálpaði mér við heimalærdóminn. Ég tel mig afar heppna að hafa fengið að kynnast henni og alast upp hjá henni. Hún var líklegast besta vinkona mín og ein af áhrifamestu manneskjum í mínu lífi. Ef ég næ að setja tærnar þar sem hún hafði hælana, þá tel ég mig hafa lukkast vel í lífinu. Takk, mamma mín, fyrir allt. Berglind @ 22:19
|
27 janúar 2008
![]() Það hefur víst fundist lítill grænn kall á Mars. Án gríns. Það stendur allt um það hér. Ég fór nú að spá hvað það væri hrikalega fyndið ef einhver geimfarinn hafi skilið eftir garðálf þarna ;) Í dag er frídagur hjá mér, ég nenni ekki að fara út, því það er svo leiðinlegt veður (ekki nærri eins slæmt og á Fróni, bara rok og svoleiðis, en samt...) Því sit ég bara inni og horfi á handbolta og prjóna. Mér finnst ég samt verða að taka það fram að það er ekki mitt val að horfa á handbolta, heldur er Mette (sú sem flutti inn í haust) algert handboltafrík. Sem þýðir að ég neyðist til að horfa ansi mikið á handbolta þessa dagana. En það er nú ekkert drepleiðinlegt, svo ég lifi það af. Nú er bara ein vika í fyrsta hljómsveitarverkefni ársins. Það breyttist aðeins, því strengjaleikarar eru svo miklar dramadrottningar. Sibelius/Beethoven tónleikunum var aflýst, vegna þess að strengjaleikararnir voru ekki að treysta sér í svona mörg verkefni á þessarri önn. Lúserar! En við sitjum ekki aðgerðalaus samt, því á sunnudaginn eru Shellpris tónleikar og fékk hljómsveit skólans það skemmtilega verkefni að spila á þeim. Mesti parturinn er bara undirspil fyrir einhverja söngvara, en svo erum við að spila Overture Candide af Bernstein. Sem er öfga skemmtilegt. Jei :) En stjórnandinn kemur ekki fyrr en á þriðjudag svo að við fáum 4 daga helgi og svo 4 daga æfingatörn, sem endar frekar instenst með 4 klukkutíma æfingu á sunnudag, 2 tíma pásu og svo er búist við því að tónleikarnir verði um 3 klukkutímar (við erum opnunar og loka atriðið). Svo er sumarið að komast í eitthvað form. Hef reyndar ekki enn hugmynd um hvenær ég kem heim, en síðasti prófdagur er 13. júní, svo það verður ekki mikið seinna en það. Svo var ég um jólin að gæla við að fara á landsmót skáta, (lil sys er að fara í fyrsta skipti sem skáti) og taka prinsinn af Laugarteig með mér. Fannst vera kominn tími á að smita hann af skátabakteríunni. Pabbi var ekki lengi að kjafta því í rétta fólkið og núna er staðan víst þannig að ég er orðin fararstjóri Stróks (skátafélagsins í Hveragerði). En það er bara gaman :) Ég verð að vinna á Hælinu aftur, sem mér finnst voðalega gott, enda er sú vinna sem ég vann í fyrra, ein sú skemmtilegasta evvör...! En nú ætla ég kannski aðeins að reyna að vinna í hljómfræðiverkefninu, þarf að gera tvær varíasjónir yfir norskt þjóðlag, eina í vögguvísu/fimmunda-stíl og aðra í fanfare stíl.... Berglind @ 18:38
|
19 janúar 2008
Hér geisaði stormur í nótt. Yfirleitt þegar Norðmenn lýsa yfir stormviðvörun, þá kemur svona hressileg gola, en ekkert mikið meira en það. Í nótt var hinsvegar almennilegt óveður, greinilega. Trampolín fauk inn um stofuglugga í Tysvær og þakið á einni bensínstöð í Vardeneset fauk víst af. Þegar ég kom í skólann í dag, blasti við afskaplega dramatísk sjón, toppurinn af einu trénu (við erum að tala um ca 10 m hátt tré og toppurinn allavega 3 metrar!) hafði brotnað af í nótt og var út um allt á jörðinni. Greinin hefur hitt akkúrat ofan á ljósastaur sem var í klessu... Maður fékk hálfgert vohó, þegar maður kom inn í parkinn, allt út í litlum greinum og laufum og gleri og þannig! Annars er fínt lítið að frétta, er bara í skólanum og svona, næsta verkefnavika nálgast óðum, 4. febrúar. Ég er að spila í 2. sinfóníu Beethoven. Svo fer ég að öllum líkindum til Voss á þjóðlaganámskeið. Það er drulludýrt, en verður örugglega fínt, auk þess sem eitt besta skíðasvæði Noregs er í nágrenninu, aldrei að vita nema mar skelli sér á skíði. En þetta námskeið, blandað með himinháu verði á flugum, gera það að verkum að ég er ekkert á leiðinni heim í páskafríinu. Tékkaði á flugum um daginn og þá voru þau komin í 40 þúsund kallinn! Sjittfokk sko! Mikið hlakkar mig til þegar Star Trek aðferðin kemur á markað... Er ekki örugglega einhver að vinna í þessu?! Svo við því að bæta, þá eru flug frá Íslandi til Stavanger enn á viðráðanlegu verði :) Stavanger um miðjan mars, ha?! Það þýðir vor og sól og blíða... :) Berglind @ 21:25
|
14 janúar 2008
![]() Strumparnir eiga fimmtugs afmæli í dag. Ég hef alveg frá því ég var pínulítil ellzzkað strumpana, bæði á páskaeggjum og í sjónvarpinu og bara í hvernig formi sem er. Enda eru þeir bara æði og algerlega tímalausir, en það sannaði sig í sumar þegar við Ólíver Dór tókum okkur nokkrar Strumpaspólur á rigningardegi og þær fengu bara að ganga stanslaust í tækinu :) Hvernig væri nú í tilefni afmælisins að gefa út Strumpana á DVD?! Berglind @ 22:41
|
13 janúar 2008
Þá er helgin að líða í aldanna skaut, hér í útlandi er búið að vera talsvert mikið um að vera, sérstaklega í gær. Stavanger var valin/nn/ð (ekki viss um kynið á bænum á íslensku...djöst teik jor pikk) sem menningarhöfuðborg Evrópu árið 2008. Og í gær var rosa opnunarhátíð. Ég reyndar sá nú ekki mikið af þessu, fór niðrí bæ að sjá skrúðgönguna, þar var eitt atriði frá hverri kommúnu í Rogaland. Svo fór ég heim, Mette og Kenneth (önnur stelpnanna sem ég bý með og kærastinn hennar) þurftu að leggja af stað til Haua. Ætlaði aftur niðreftir til að sjá flugeldasýninguna, en ég fann mér eitthvað svo mikið að gera (td. eru allir geisladiskarnir mínir nú komnir inn í tölvuna!) að ég steingleymdi flugeldasýningunni ;) fattaði það ekki einu sinni þegar hún byrjaði, ég hugsaði bara hvílík læti væru nú í krökkunum uppi... Tók alveg nokkrar mínútur að fatta hvað var virkilega í gangi ;) Svo á morgun byrja ég fyrir alvöru í skólanum, hljómfræði og tónheyrn...vúhúú! Þetta námskeið sem var í síðustu viku fór einhvern veginn ofan garðs og neðan, sumt fólk er bara alveg hrikalega fært í að fá mann til að fara að hugsa um eitthvað annað...! Læt fylgja með myndband af flugeldasýningunni :) Berglind @ 22:06
|
08 janúar 2008
Allir krakkarnir hétu Óli, nema Siggi. Hann hét Guðmundur. Berglind @ 10:21
|
07 janúar 2008
HEIMÚT Þá er ég komin heimút. Ferðalagið gekk bara næstum eins og í sögu, það eina var að seinna fluginu (Osló-Stavanger) var seinkað um klukkutíma og svo að ég gleymdi næstum því að stilla klukkuna á norskan tíma og fattaði það ekki fyrr en 6 mínútum áður en flugið átti að fara í loftið (samkvæmt seinkuðum tíma), en var sem betur fór ekki langt frá hliðinu og náði því ;) Varla hægt að kalla þetta einhver hrakföll því ég var ekki einu sinni kölluð upp eða neitt... Fór svo í skólann snemma í morgun, á eitthvað sem ég hélt að væri hljómfræðinámskeið, en fljótt kom í ljós að svo er víst ekki, heldur er þetta tónlistargreiningarnámskeið, eða eitthvað þannig, er ekki alveg að finna rétta íslenska orðið, en á norsku heitir þetta Musikkanalyse. Restina af deginum notaði ég til þess að sofa. Sofnaði þegar ég kom heim um 12 og vaknaði um fjögur. Sofnaði svo aftur milli 7 og 8 og er að hugsa um að fara að drífa mig í rúmið fljótlega. Þessir flugferðalagadagar eru farnir að fara alveg hrikalega illa í mig... Mikið hlakkar mig til þegar maður getur ferðast svona eins og í Star Trek, leysist upp á einum stað og birtist á öðrum sekúndubroti seinna... Those will be the days! Berglind @ 22:31
|
|
links
ásta
quotes
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you? Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum. Nonni og Manni Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa. Nonni og Manni
archives
febrúar 2006
credits
|
|||
![]() |