![]() |
||||
22 desember 2007
Nú er ég loksins komin með nýju fínu macbook pro tölvuna mína. Er samt í heimilistölvunni að skrifa þetta þar sem internetsnúran reyndist vera ónýt þegar ég ætlaði að plögga henni við makkann... En það stendur allt til bóta á morgun! Nú er ég að rippa alla fallegu geisladiskana sem við pabbi keyptum í dag inn á itunes, Eivör, Villi Vill og Eagles... Kannski ekki alveg besta hugmynd í heimi að við förum saman að versla ;) Og hvað hún Eivör verður bara betri og betri! Hef eiginlega ekki nennt að skrifa neitt undanfarið, ekki svosem mikið að skrifa um... Er búin að baka smákökur, já, eða Elísabet bakaði á meðan ég knúsaði Írenu Dúu ;) Í dag var svo gerð jólahreingerning og verslað í jólamatinn. Á morgun ætlum við svo að klára jólagjafirnar og svoleiðis og þá erum við bara klár fyrir jólin! Þess má líka geta að ég mun spila í jólamessunni uppí kirkju. Jei fyrir því :) Berglind @ 01:38
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |