![]() |
||||
30 desember 2007
Brjálað veður úti...hvað er þá betra en að kúra uppí sófa með tölvuna við hliðina á sér og glápa á sjónvarp?! Ef ég myndi nenna að standa upp myndi ég ná mér í konfekt og kók og yrði þá veröldin fullkomin... Ég fékk að upplifa óveðrið í nótt á leiðinni heim frá Reykjavík, um tvö leytið í nótt. Hefði líklegast verið ansi stressuð, hefði ég verið að keyra, en þar sem ég sat í farþegasætinu var það ekki svo slæmt. Var að "passa" í gærkvöldi, á meðan pabbi og Elísabet fóru í galakvöldverð í Bláa Lóninu. Við afgangs systurnar biðum í Laugateignum á meðan, sem sérstakur aukastyrkur fyrir Örvar, en hann var einn heima með börnin. Við borðuðum hamborgara og horfðum á bæði Daddy Daycare og The Da Vinci Code, milli þess sem var gengið með Írenu Dúu um gólf :) Hún var nú samt alveg einstaklega ljúf og góð, henni var alveg sama þótt hún fengi mjólkina sína úr pela, þeas, alveg þar til mjólkin var skyndilega búin. Hún tók sér smá tíma að sætta sig við það ;) Annars hafa jólin alveg verið fullkomin, skatan lyktaði alveg einstaklega lítið á Þorláksmessu, á aðfangadag byrjaði að snjóa (eða kannski á Þorláksmessu, man það ekki alveg, en við fengum allavega hvít jól...),Ég spilaði í messu bæði á aðfangadag og jóladag, stórslysalaust. Brjálað (vídeó)veður daginn fyrir gamlárs og svo er bara að bíða og sjá hvernig áramótin verða... Hvað er hægt að biðja um meira?! Berglind @ 16:57
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |