Brjálað veður úti...hvað er þá betra en að kúra uppí sófa með tölvuna við hliðina á sér og glápa á sjónvarp?! Ef ég myndi nenna að standa upp myndi ég ná mér í konfekt og kók og yrði þá veröldin fullkomin...
Ég fékk að upplifa óveðrið í nótt á leiðinni heim frá Reykjavík, um tvö leytið í nótt. Hefði líklegast verið ansi stressuð, hefði ég verið að keyra, en þar sem ég sat í farþegasætinu var það ekki svo slæmt.
Var að "passa" í gærkvöldi, á meðan pabbi og Elísabet fóru í galakvöldverð í Bláa Lóninu. Við afgangs systurnar biðum í Laugateignum á meðan, sem sérstakur aukastyrkur fyrir Örvar, en hann var einn heima með börnin. Við borðuðum hamborgara og horfðum á bæði Daddy Daycare og The Da Vinci Code, milli þess sem var gengið með Írenu Dúu um gólf :) Hún var nú samt alveg einstaklega ljúf og góð, henni var alveg sama þótt hún fengi mjólkina sína úr pela, þeas, alveg þar til mjólkin var skyndilega búin. Hún tók sér smá tíma að sætta sig við það ;)

Annars hafa jólin alveg verið fullkomin, skatan lyktaði alveg einstaklega lítið á Þorláksmessu, á aðfangadag byrjaði að snjóa (eða kannski á Þorláksmessu, man það ekki alveg, en við fengum allavega hvít jól...),Ég spilaði í messu bæði á aðfangadag og jóladag, stórslysalaust. Brjálað (vídeó)veður daginn fyrir gamlárs og svo er bara að bíða og sjá hvernig áramótin verða...
Hvað er hægt að biðja um meira?!


Berglind @ 16:57
|



24 desember 2007



Berglind @ 00:11
|



22 desember 2007

Orðin nettengd :)


Berglind @ 23:58
|


Nú er ég loksins komin með nýju fínu macbook pro tölvuna mína. Er samt í heimilistölvunni að skrifa þetta þar sem internetsnúran reyndist vera ónýt þegar ég ætlaði að plögga henni við makkann... En það stendur allt til bóta á morgun!
Nú er ég að rippa alla fallegu geisladiskana sem við pabbi keyptum í dag inn á itunes, Eivör, Villi Vill og Eagles... Kannski ekki alveg besta hugmynd í heimi að við förum saman að versla ;)
Og hvað hún Eivör verður bara betri og betri!

Hef eiginlega ekki nennt að skrifa neitt undanfarið, ekki svosem mikið að skrifa um... Er búin að baka smákökur, já, eða Elísabet bakaði á meðan ég knúsaði Írenu Dúu ;) Í dag var svo gerð jólahreingerning og verslað í jólamatinn. Á morgun ætlum við svo að klára jólagjafirnar og svoleiðis og þá erum við bara klár fyrir jólin!
Þess má líka geta að ég mun spila í jólamessunni uppí kirkju. Jei fyrir því :)


Berglind @ 01:38
|



14 desember 2007

Title says it all :) úje!


Berglind @ 11:33
|



13 desember 2007

Mottóid mitt sídustu daga hefur verid "det er snart jul". En nú er tad bara aaalveg ad verda ad veruleika, ég er ad komast í jólafrí. Á bara eftir eitt tónheyrnarpróf og tá get ég farid ad pakka nidur. Jei :D
Var í hljómfrædiprófinu í dag, tad gekk svona upp og nidur. Fyrri hlutinn var frekar mikid nidur, en seinni hlutinn var meira upp...

Svo er tad bara heim á laugardaginn :) Og viljidi nú hugsa vel til mín og bidja um ad tad verdi ekkert trumuvedur í Boston eda bilud flugvél eda neitt, ég hef ekki tolinmædi í svoleidis!


Berglind @ 20:38
|



11 desember 2007

Bara ørfáir dagar tar til ég kem heim. Jei :)

Er svona ad læra fyrir hljómfrædina, med gódum pásum inn á milli enntá. Býst vid ad panikk kastid komi af fullum krafti á morgun...

Hér í útlandinu, adallega í Osló samt, hefur allt verid í hers høndum útaf Nobelverdlaununum og Al Gore. Grey kallinn hefur verid umsetinn af fréttamønnum, allt frá tví ad hann kom út um tollhlidid á Gardermoen. Getur ekki einu sinni farid út ad borda, án tess ad vera umkringdur á leidinni.
Vid sem búum úti á landi fengum hinsvegar ad njóta góds af Nóbelfíaskóinu, tegar Josh Groban kom fram í Idol á føstudaginn, en hann var víst hér til ad syngja á Nóbelnum. Og ómægod, hvad hann er frábær!

Og nú er ég farin heim ad læra eitthvad meira, síjú :)


Berglind @ 15:44
|



06 desember 2007

Ég tel mig ekki vera mjøg stoltan Íslending, en tad kemur fyrir ad tjódarstoltid lædist upp í mér og akkúrat tad gerdist á føstudaginn sídasta, tegar Júróvisjón-Eiki, mætti í Beat for beat (norska útgáfan af Tad var lagid, nema bara skemmtilegt) og lidid hans rúlladi svoleidis upp andstædingunum...

Í morgun var svo tjódarstoltid horfid og ég fékk kjánahroll, tegar ég sá tessa frétt,
http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1307339. Íslendingur í útlenskum sjónvarpstætti og tar med ad sjálfsøgdu ordin tjódarhetja enn á ný... Tó ad Charlotte hafi nú verid miklu miklu betri...

Svo stundum velti ég fyrir mér af hverju mbl.is tarf alltaf ad koma med asnalegar vidlíkningar, sem eiga stundum alls ekkert rétt á sér. Eins og ad Pia Haraldsen sé norsk Silvía Nótt. Af hverju tarf hún ad vera norsk Silvía Nótt, af hverju má hún ekki bara vera norskur grínfréttamadur?! Sem hún er, ég hef séd Rikets Røst og ég get ekki séd neina tengingu á milli Piu og Silvíu, nema jú, Pia tekur alveg-gjørsamlega-út-í-høtt vidtøl vid fólk, en samt á svo allt annan máta en Silvía Nótt, ad tad ad líkja teim saman er eins og ad søngvarinn í Lordi sé hinn finnski Eiríkur Hauksson, teir eru jú bádir metalhausar...!


Berglind @ 12:16
|



02 desember 2007

Má bara til med ad blogga núna, tar sem tessi helgi hefur verid alveg ótrúlega frábær. Byrjadi eiginlega á fimmtudaginn med tví ad píanómasterclassinum var aflýst, sem var frábært, tví ég var ekki nálægt tví tilbúin ad spila. Helgin mín byrjadi semsagt kl 11.30 á fimmtudaginn :)
Á føstudaginn fór ég svo í verslunarleidangur í Amfi Vågen, sem er í Sandnes og hef ég aldrei komid tar inn. Tar fann ég jólaføt :)
Á laugardaginn byrjadi ég á tví ad fara til Amfi Madla, sem er nedst í brekkunni sem liggur svo upp ad húsinu mínu. Tar var verid ad opna nýja ítróttabúd akkúrat í gær og tar fann ég jólagjøfina mína frá pabba, úlpu sem er annars uppseld á stór Stavangersvædinu :)
Svo í dag var ég loksins búin ad fá út úr tónlistarsøguprófinu og ég stódst prófid. Med øll svør rétt og bádar ritgerdirnar upp á tíu :)

Djí, hvad ég vona bara ad vikan haldi áfram svona...


Berglind @ 15:43
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan