![]() |
||||
10 október 2007
![]() Skólinn minn, Grunnskólinn í Hveragerði, er 60 ára í dag :) Þarna eyddi ég 10 árum ævi minnar, flest voru skemmtileg en nokkur miður. Annað eða þriðja árið mitt kom kastalinn, sem var heill ævintýraheimur, með öllum leiktækjum sem hægt var að láta sér detta í hug. Rólurnar, belgirnir, hringirnir, netin, rennibrautin. Svona eftir á var þetta líklegast stórhættulegur kastali, enda kunnum við virkilega að leita uppi hættulega leiki ;) Eitt árið voru sett upp tvö trampólín við kastalann. Þau voru með boxi yfir sem var læst þegar ekki voru frímínútur svo við gætum ekki fótbrotið okkur utan skólatíma. En lásinn var nú iðulega plokkaður upp eða gleymt að læsa, svo við fengum stundum að leika okkur að vild á þeim. Það skemmtilegasta var nefnilega að skjóta hvoru öðru og boj, gat maður farið hátt... Annað árið mitt, birtist nýi skólinn fyrir algera töfra. Eflaust hafa einhverjar framkvæmdir komið á undan birtingu hans, en í mínum huga var hann bara skyndilega þarna. Nýi skólinn var gífurlega spennandi, þarna voru eldri nemendur skólans geymdir og svo var hann bara svo hrikalega flottur... Einhvern tímann, þegar ég var komin í 9 bekk, fundu strákarnir í bekknum mínum út að ef maður talaði inn í handriðið á einum endanum (handriðin voru bara rör) þá barst það alveg yfir, eins og einhver væri inní rörinu. Við skemmtum okkur lengi við að kalla "hleypið mér út" og fleira, sem fékk grunlausa krakka hinumegin til að stara á handriðið gapandi af undrun og auðvitað lágum við í hláturskasti við hinn endann. Alveg þar til Magnús minn húsvörður fyllti með einhverju drasli upp í endana... Ég held að það hafi líka verið í 9. bekk, þegar strákarnir tóku upp á því að færa til hluti, plöntur sem voru á göngunum og einhvern tíma tóku þeir eina klósetthurðina af hjörunum. Ég held virkilega að það hafi verið hápunktur minnar skólagöngu, að sjá strákana hlaupandi með hurðina og Elsu gangavörð hlaupandi á eftir þeim, alveg brjálaða "Komið með hurðina! KOMIÐ MEÐ HURÐINA!!" Gvuð, hvað það var gaman í grunnskóla :) Ef þið leitið svakalega vel á myndinni þarna getiði kannski séð litlu sys, en annars er betri mynd af henni hér (í hrikalega töff náttbuxunum sem ég saumaði i handmennt hjá Rósu :) Berglind @ 23:38
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |