![]() |
||||
15 október 2007
Nú er ég búin að venja mig á að blogga á hverjum degi og get bara ekki hætt... og ég er með hiksta. Ég fór í skólann í dag, í heilan einn tíma. Sá tími var mjög þreyttur, held að ef hann hefði ekki verið um eitthvað sem ég hef einmitt mikið spáð í undanfarið (pop-og jazz hljómar), hefði ég eflaust sofnað. Ég fór líka á lúðrasveitaræfingu í dag. Það var skárra en síðast, ótrúlegt en satt. Fengum nýtt lag, Colonel Bogey, það er nú alltaf jafn skemmtilegt :) Þegar ég kom út í dag var skyndilega orðið kalt. Alveg ískalt, bara. Ég fór fyrst út á peysunni, bara svona eins og venjulega. En ég sneri við í tröppunum og náði í vestið mitt, því það var svo kalt. Þegar ég svo fór á æfinguna, setti ég á mig húfu. Er ekki enn búin að taka hana niður. Ohh, hvað ég hata kulda! En ég elska samt að vera í helling af fötum. Finnst fátt notalegra en að vera í þykkri úlpu, snjóbuxum, með vettlinga og húfu. Það er til mynd af mér um 5 ára gamalli, sem er tekin útí garði í Kambahrauninu um mitt sumar, þar sem ég er búin að klæða mig í öll vetrarfötin mín. Mér fannst vera svo langt síðan ég hafði farið í snjógallann, að ég ákvað að fara bara út í honum, man ennþá hvað tilfinningin var hrikalega notaleg ;) Strætókortið mitt rann út í dag. Svo að ég fór á strætóskrifstó og ætlaði að athuga hvernig gengi að finna út úr þessu. Það hafði ekkert gengið, svo að ég fékk nýtt kort, sem dugar í mánuð. Þannig að strætó hefur nú sparað mér um 6500 kall (ísl) og ég get ennþá ferðast hvert sem er (innan Nord-Jæren) alveg ókeypis. Megi þær þarna á skrifstofunni bara vera sem lengst að finna út úr þessu :) Ég er ennþá með hiksta Berglind @ 23:27
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |