![]() |
||||
08 október 2007
Dagur 4 var afskaplega viðburðalítill, alveg fram til 6. Þá fékk kveikti ég á símanum mínum, sá sms sem ég fékk sent um morguninn. Það var frá bekkjarfélaga um hvort ég gæti mætt á æfingu hjá lúðrasveitinni hans (þessarri í verslanamiðstöðinni). Eftir að ég hafði svarað með ekkert mál (standardsvar mitt spurningum sem byrja á "geturu", er að vinna í þessu, læra að nota orðið...æ, hvað var það aftur?!) hófst smá panikk við að blása lofti í dekkin á hjólinu og hjóla í skólann í fyrsta skipti í allnokkura mánuði. Kannski óþarfi að nefna það, en þegar ég steig af hjólinu fyrir utan skólann, 4 og hálfum kílómeter seinna, átti ég soldið erfitt með að brúka lappirnar ;) En ég náði í strætónum niðrí bæ, þurfti reyndar að skilja hjólið mitt eftir fyrir utan strætóstöðina (tók þó hnakkinn af, alveg nóg að láta stela honum einu sinni), nú vona ég bara að það verði enn á sama stað í fyrramálið... En já, æfingin... Ég held að ég hafi minnst á það eftir síðustu æfingu að þessi lúðrasveit er sú allra lélegasta. Strokið það út! Hún er verri!! Ég mætti semsagt á æfingu fyrir 3 vikum og þá æfðum við nokkur lög og þau urðu faktískt aðeins betri. Í kvöld æfðum við sömu lög. Í byrjun voru þau alveg jafn léleg og í byrjun hinnar æfingarinnar og urðu lítið eitt skárri, svona álíka góð og í lok hinnar æfingarinnar. Mér finnst þessi lúðrasveit svo áhugaverð, því þarna eru ágætis hljóðfæraleikarar á næstum hverri rödd, en hljómsveitin sem heild sökkar líka svona svakalega... En það virðist sem Stavangerbúar hafi svona þemadaga annað slagið. Í síðustu viku var þemað "við skulum öll nota hækjur", því það var önnur hver manneskja á hækjum út um allan bæ. Í dag var þemað, "við skulum öll vera úti að labba með stóra, skerí hunda". Ég veit ekki hversu mörgum risastórum, skerí hundum ég mætti á leiðinni í skólann, sem voru úti að labba með eigendunum, en þeir voru sko fleiri en tíu, án ýks! Berglind @ 05:26
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |