22 október 2007

Ég sakna alltaf Verkalýðsins á mánudagskvöldum. Þá eru æfingar hjá þeim í Skúlatúninu og þá er ég líka á æfingu hjá Kvadrat Musikkorps í Kvadrat. Það er óneitanlega mikið skemmtilegra á æfingu hjá Verkalýðnum. Þar er td ekki óbóleikari, sem ekki kann að intónera (spila hreint) og fólk situr ekki með gemsann að skrifa sms alveg þar til stjórnandinn byrjar að telja inn, leggur hann þá á gólfið og kemur inn ca takti of seint. Og þetta er fullorðin kona, myndi kannski skilja það ef hún væri unglingur, en fullorðin kona, kommon! Það sem er eiginlega verst, er að inn á milli er fólk sem hefur viljann og áhugann, en hinir bara skemma svo fyrir... Af hverju er fólk eiginlega að hafa fyrir því að mæta, ef það hefur ekki áhuga...?!

En talandi um óbóleikara, sem eru afskaplega áhugaverður þjóðflokkur. Áður en ég flutti til Stavanger, hafði ég aldrei hitt óbóleikara sem gæti talist normal. Í fyrra voru 2 óbóleikarar í skólanum og voru þau bæði ídealið fyrir normalítet. Nú er reyndar annar þeirra farinn heim til Serbíu og komnir tveir nýir í staðinn, stelpa frá Serbíu og strákur frá Kína (eða einhverju Asíu-landi, en líklegast Kína). Svo hef ég líka hitt óbókennarann, loksins og hún er sko gella. Kona á ca fertugsaldri , þétt í vexti, en ekkert feit samt og algjör gellz. Gengur í leðurstígvélum og stuttum pilsum og fínum gallabuxum og er alveg bara í tískunni. Nýja stelpan er alveg hrikalega fúl og snobbuð eitthvað og er hún held ég fyrsti óbóleikarinn sem ég hef hitt, sem ekki er úberhress og vingjarnlegur. Óbóstrákurinn er svo með yfirburðum skrítinn. Ég hef reyndar ekki mikið talað við hann, en það sem ég hef séð af honum er bara skrítið. Sem er gott, því ég var farin að hafa áhyggjur af því að það væru bara óbóleikarar á Íslandi, sem væru skrítnir...

Ég sagði Håkon kenninguna um að óbóleikarar fengju loftbólur á heilann og væru þessvegna alltaf svona skrítnir. Honum fannst það óheyrilega fyndið og ætlaði sko að segja óbókonunni hana á næstu sinfóæfingu ;)
Aðalvandamálið við óbóspilerí er að maður nær ekki að anda frá sér lofti og því vill oft verða að afgangsloft leiðir upp í heila og verða til loftbólur við heilann og verða til þess að óbóleikarar sem þjóðflokkur er einn sá skrítnasti ever!

Og svo að nýja fólkinu. Nýja litla frænkan mín, sem fæddist á fimmtudaginn síðasta og ég bíð í ofvæni eftir að fá að sjá og knúsa (mikið og lengi) fór heim til sín af spítalanum í dag. Foreldrunum virðist alltaf takast jafnvel að búa til börn, stelpan bara drekkur og sefur og er hvers manns yndi. Mamman (Elísabet sys) er búin að setja nokkrar myndir af henni á heimasíðuna hennar Emmu Dísar, slóð undir linkar hér til hliðar -->

Að lokum smá af því nýjasta sem elsku tölvan mín er farin að taka uppá...hún er svo fyndin! Í hvert skipti sem ég hef kveikt á henni undanfarið, þá hefur hún raðað öllu upp á nýtt á desktoppinum. Þannig að ég er eins og pabbi, þegar hann er að reyna að skrifa, þarf að renna yfir öll táknin til að finna það sem ég er að leita að ;)


Berglind @ 23:37
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan