13 september 2007

Það styttist óðum í Oslóarferðina, bara 5 og hálfur dagur núna, jei :)

Það er hálfótrúlegt hvað tíminn líður hrikalega hratt samt, mér finnst það vera í gær sem ég nær hoppaði af kæti þegar ég uppgötvaði að það væru bara 19 dagar í Osló og svo bara plutselig eru bara 5 dagar... Ég er næsta viss um að tíminn líði eitthvað hraðar hér í Stavanger en á öðrum stöðum í heiminum. Kannski að það sé það sem er í vatninu hér, eitthvað smakkast það allavega skringilega...

Ég er búin að fá að vita hvaða ferli kreditkortið mitt er að ganga í gegnum. Talaði við afskaplega indælan mann hjá Sparebanken Hedmark um daginn, hann gat reyndar ekki útskýrt af hverju pin númerið var allt í einu vitlaust, en kortið verður sent til þeirra og svo aftur til mín (sem er í sjálfu sér hrikalega fáránlegt, þar sem ég á heima í ca kílómeters fjarlægð frá hraðbankanum sem gleypti kortið, en sparibankinn er hinumegin á landinu) og ég fæ sent nýtt pin númer (sem við skulum bara vona að virki).

Nú er ég byrjuð að kenna á ný, búin að fara alveg tvisvar og verð að viðurkenna að mér finnst afskaplega gaman að kenna ;) sérstaklega þegar það er svona í réttum hlutföllum, skóli/kennsla... Svo er ekki verra að stelpurnar sem ég er með á grúppuæfingu eru hrikalega góðar, við erum að tala um sextándapartsnótur með fullt af formerkjum og hrikalega rytma, sem þær spila eins og að drekka vatn, pís of keik, ísí smeik...

Æji, já, ég nenni eiginlega ekkert að skrifa neitt meira... Sjáumst kannski bara seinna, ok?!


Berglind @ 23:02
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan