02 september 2007

Eyddi pínu hluta síðustu viku í skólanum, vikan byrjaði vel með 3ja tíma æfingu, en svo styttust þær niður í klukkutíma strax daginn eftir, sem gerði það að verkum að ég hafði lítið meira að gera en vikuna áður...
Tónleikarnir voru á föstudagskvöldið og tókust bara vel. Ég spilaði í 101 sinfóníu Haydns (eins og kannski áður segir, man ekki hvort ég skrifaði það síðast). Hún er kölluð Klukkusinfónían, útaf tikktakk undirspilinu í 2. þætti, en tikktakk finnst hefur mér alltaf fundist skemmtilegur fídus, alveg frá því við spiluðum Grandfathers Clock í lúðrasveitinni í gamla daga :)
Önnur verk á prógramminu voru eitthvað stutt verk eftir norskan kall, man ekki hvað það heitir, en það byggðist mest upp á að strengirnir spiluðu langa hljóma og blásturshljóðfærin skiptust á að spila lítið stef ofan á hljómana. Svo var píanókonsert eftir Ravel, sem var hrikalega flottur. Svakalega Gershwinlegur og skemmtilegur.

Á morgun fer ég svo í skólann, í heila tvo tíma, fyrst hljómfræði og svo tónheyrn. Þar sem hljómfræðitíminn byrjar kl 10.30, þarf ég að vakna á hreint óguðlegum tíma, eða kl 9!!! Sem er ca 3 tímum fyrr en morguninn hefur byrjað hjá mér síðustu vikurnar.
Á þriðjudaginn er ég svo ekkert í skólanum, því eini tíminn sem ég hef þá er tréblástursmasterclass og það byrjar ekki fyrr en í næstu viku. Ég hef einhverja tíma á miðvikudag og fimmtudag, en ég er ekki enn búin að ná á konuna sem á að geta svarað mér um hvað skammstafanirnar og í hvern af hljómsveitarstjórnunartímunum ég að mæta í (4 í boði) og af hverju ég er ekki með aukahljóðfæri inná annarplaninu mínu. Kona þessi virðist upptekin með eindæmum.
Og enn sem komið er, er ég í fríi á föstudögum, úje :)

Og já, ég er búin að hitta nýja klarinettstrákinn í skólanum. Hann kemur frá Serbíu (eins og meirihluti útlendinganna í skólanum) og heitir eitthvað sem líkist Sergei, en er ekki sagt samt alveg þannig og stafsetningin á því er alveg út í hött... Svo að hann heitir ennþá bara Milan hjá mér ;)


Berglind @ 23:08
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan