![]() |
||||
02 september 2007
Eyddi pínu hluta síðustu viku í skólanum, vikan byrjaði vel með 3ja tíma æfingu, en svo styttust þær niður í klukkutíma strax daginn eftir, sem gerði það að verkum að ég hafði lítið meira að gera en vikuna áður... Tónleikarnir voru á föstudagskvöldið og tókust bara vel. Ég spilaði í 101 sinfóníu Haydns (eins og kannski áður segir, man ekki hvort ég skrifaði það síðast). Hún er kölluð Klukkusinfónían, útaf tikktakk undirspilinu í 2. þætti, en tikktakk finnst hefur mér alltaf fundist skemmtilegur fídus, alveg frá því við spiluðum Grandfathers Clock í lúðrasveitinni í gamla daga :) Önnur verk á prógramminu voru eitthvað stutt verk eftir norskan kall, man ekki hvað það heitir, en það byggðist mest upp á að strengirnir spiluðu langa hljóma og blásturshljóðfærin skiptust á að spila lítið stef ofan á hljómana. Svo var píanókonsert eftir Ravel, sem var hrikalega flottur. Svakalega Gershwinlegur og skemmtilegur. Á morgun fer ég svo í skólann, í heila tvo tíma, fyrst hljómfræði og svo tónheyrn. Þar sem hljómfræðitíminn byrjar kl 10.30, þarf ég að vakna á hreint óguðlegum tíma, eða kl 9!!! Sem er ca 3 tímum fyrr en morguninn hefur byrjað hjá mér síðustu vikurnar. Á þriðjudaginn er ég svo ekkert í skólanum, því eini tíminn sem ég hef þá er tréblástursmasterclass og það byrjar ekki fyrr en í næstu viku. Ég hef einhverja tíma á miðvikudag og fimmtudag, en ég er ekki enn búin að ná á konuna sem á að geta svarað mér um hvað skammstafanirnar og í hvern af hljómsveitarstjórnunartímunum ég að mæta í (4 í boði) og af hverju ég er ekki með aukahljóðfæri inná annarplaninu mínu. Kona þessi virðist upptekin með eindæmum. Og enn sem komið er, er ég í fríi á föstudögum, úje :) Og já, ég er búin að hitta nýja klarinettstrákinn í skólanum. Hann kemur frá Serbíu (eins og meirihluti útlendinganna í skólanum) og heitir eitthvað sem líkist Sergei, en er ekki sagt samt alveg þannig og stafsetningin á því er alveg út í hött... Svo að hann heitir ennþá bara Milan hjá mér ;) Berglind @ 23:08
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |