![]() |
||||
17 september 2007
Fór í dag og ætlaði að fylla á reikninginn minn hjá strætófélaginu, því mánaðarkortið mitt rann út í gær og ég tími ekki að kaupa mér annað og ekki nota það svo í viku... Ekkert mál, konan tók kortið og ætlaði að fylla á það, kom svo með heillangan miða til baka um að ég skuldaði einhvern hellings pening. Sem ég var alveg viss um að ég gerði ekki, en þegar ég reyndi að segja konunni það, fór hún í algeran baklás og tuðaði aftur og aftur um að fyrst það stæði á miðanum, væri það rétt. Eftir að hafa reiknað mig sveitta nær allan hljómfræðitímann, fann ég út að þetta stemmdi alls ekki, þetta var einhver mjög svo dularfull upphæð, sem kom ekkert fram neins annars staðar... Svo ég fór aftur til þeirra og konan, sem þá var komin í lúguna (með eindæmum indæl) reiknaði og reiknaði og fann meirasegja 4 færslur sem voru tvíteknar og svo fékk hún út það sama og ég. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera enda hafði þetta aldrei komið fyrir áður og hún bara vissi ekki hvernig svona gæti gerst (story of my life!), svo að hún fékk að halda miðanum og ætlar að tala við fjármálastjórann á morgun og hringja svo í mig... Ég bara vona að kellingarbeyglan sem ég talaði við fyrst, verði þarna á morgun, þegar ég fæ þessu leiðrétt. Í kvöld var ég á lúðrasveitaræfingu, með Kvadrat Musikkkorps. Einn í bekknum mínum er að stjórna þar og bað mig að koma og spila með, því þau ætla að taka þátt í einhverri keppni og eru með mikið meira en alltof fá klarinett. Kvadrat Musikkkorps æfir í Kvadrat, sem er verslanamiðstöð. Ég verð að segja að ég hef aldrei farið á lúðrasveitaræfingu í verslanamiðstöð áður og var það frekar skrítið. En ennþá meira skrítið er, hvað þessi lúðrasveit er svakalega léleg! Við erum að tala um skólahljómsveitarútsetningar og þær einfaldar... Madlamark Skolekorps myndi td rústa þessum í keppni! Held reyndar að flestir myndu rústa þessum í keppni... En farin að sofa... Berglind @ 22:43
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |