![]() |
||||
09 september 2007
...akkúrat núna, í hraðbankanum í Tjensvoll. Á morgun, hver veit! Held að þetta sé fyrsta hrakfallafærsla vetrarins, svo let's go! Það byrjaði allt saman í gær, þegar ég ætlaði að taka út pening (var á leiðinni að kaupa sinfó miða, það voru kvikmyndatónleikar og þeir voru æði, svona by the way). Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt, meina, ég nota kortið nánast daglega og hér í Noregi virka posar þannig að maður rennir þeim sjálfur í gegn og stimplar inn pin númerið og ég hef átt þetta kort í rúmt ár núna, svo maður hefði haldið að ég myndi númerið alveg. En nei, bankinn segir mér að ég hafi stimplað inn vitlaust númer, svo ég prufa aftur og aftur fæ ég rangt númer. Svo að ég hélt að þessi banki væri örugglega bilaður, finn næsta banka, fyrst tékka ég hvort ég sé ekki örugglega að stimpla inn rétt númer, horfi svo vel á hvað ég stimpla (og það var alveg rétt) en nei, bankinn vill ekki móttaka þetta númer. Svo ég gefst upp, tek pening útaf kreditkortinu og fer leiðar minnar. Prufa svo aftur í dag og þá hirðir helvítis bankinn kortið mitt!! Og ég veit ekki hvar (eða hvort) ég get náð í kortið, hvort það fari í einhvern banka hér, eða verði sent til Hedmark og hvort ég geti fengið það í pósti, eða ég þurfi að fara þangað að ná í það. Ekki það að það skipti einhverju máli, því ef pinnúmerið virkar ekki get ég lítið gert með þessu korti, ég þarf alls staðar að nota fokkings pin númerið... Já, áfram heldur það að hlutir sem eiga ekki að geta gerst, gerast fyrir mig...! Berglind @ 00:50
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |