15 september 2007

Var að horfa á spurningaþáttinn á ruv.is og ég verð nú að segja að mér finnst það nú svolítið misheppnaður þáttur. Greinilega krafist þess að það sé einn frægur einstaklingur í hvoru liði, því í liði Hvergerðinga var maður sem að, eftir því sem ég best veit, er lööööngu fluttur þaðan og bjó í bænum í einhverja mánuði, kannski ár. En Kópavogur á þó vinninginn í asnalegheitunum þar, því frægi einstaklingurinn þeirra á ekki einu sinni heima í bænum, ekki einu sinni með lögheimili þar... Ef ég myndi kaupa mér bíl og geyma hann á bílastæðinu hjá Möggu frænku, gæti ég þá tekið þátt fyrir hönd Ísfirðinga?
Ætlaði nú ekki að byrja á spurningunum, en ójæja... þegar ég veit svarið við þeim flestum, þá eru þær nú eitthvað léttar ;)
Svo til að enda þetta væl, þá veit ég ekki hvað er málið, á ruv.is er klippt á þáttinn þegar Kópavogur ætlaði að hringja í vin... Var endirinn og úrslitin svona ómerkileg eða?! Allt þetta skemmtilega komið og restin ekki plássins virði á gagnageymi Ríkissjónvarpsins, meina Fjölnir toppaði þetta með mörgæsinni sinni, er það ekki? ;)

En ég á nú samt eftir að fylgjast með gangi míns bæjar, þó svo ég viti ekki einu sinni hvaða fólk þetta er, nema kannski konan, held ég hafi einhvern tíma afgreitt hana í Tíunni hér í denn...


Berglind @ 01:11
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan