![]() |
||||
18 ágúst 2007
Ég fór í Ikea í dag til að kaupa mér baðskáp. Maður hefði haldið að það væri frekar einfalt að fá uþb meters háan skáp í Ikea, en óseiseinei, það var það sko ekki. Eftir að hafa labbað Ikea á enda án þess að finna einn einasta skáp, fór ég aðra ferð og endaði með að kaupa mér hillu með skúffum í barna Ikea! Og það var sko ekki hægt að fá hvítar skúffur í hvíta skápinn og ekki heldur allar í sama lit, heldur er ein rauð, tvær grænar og tvær bláar...gasalega flott alveg! Svo var ég að bíða eftir strætó til að komast heim á hauginn, þegar allt í einu heyri ég þvílíkt flaut, svona eins og í lögguflautu. Flautunni fylgir maður á hjóli og tveir kallar að skokka. Þeir voru víst að hlaupa maraþon. Fleiri skokkarar fylgdu í kjölfarið, rosalega hott í spandex buxunum sínum og með slefið niður á bringu. En einmitt það fannst mér mjög merkilegt, að margir þeirra voru með svona sleftaum niður af hökunni... Geturu ímyndað þér, svo slitnar þetta frá og lendir í andlitinu á næsta manni...oj! Í kvöld var ég aftur að bíða eftir strætó á sama stað og heyrði einhverja skruðninga undir klifurjurtarlaufinu á veggnum fyrir aftan mig. Ég sá strax fyrir mér rottu og var alveg komin með gubbið upp í háls, þegar undan laufinu kom broddgöltur! Niðrí miðbæ! Alveg ekta og lifandi broddgöltur og hann bara trítlaði um og skoðaði undir laufin, og poka og töskur sem einn kall hafði sett frá sér. Held að það hafi verið í fyrsta skipti sem ég óskaði þess að strætó hefði verið meira seinn... Berglind @ 22:42
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |