![]() |
||||
13 ágúst 2007
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað skólatöskur varðar, síðan ég tók mín fyrstu skólaspor með fallegu bleiku Scout kassatöskuna mína á bakinu... Nú þarf skólataskan að falla vel að hrygg barnsins og vera bólstruð að aftan. Öll bönd þurfa að vera breið, stillanleg og auðvelt að losa og herða. Taskan má ekki vega meira en 20% af líkamsþyngd krakkans og helst eiga að vera einhverjar festingar um brjóst og mjaðmir til að halda töskunni sem næst líkamanum og það eru nú bara óábyrgir foreldrar sem kaupa skólatöskurnar án þess að fá hjálp frá iðjuþjálfa um hvaða taska sé rétta taskan. Svo að þarna liggur líklegast ástæðan fyrir því að sé alltaf með bakverki og vöðvabólgur. Það var aldrei neinn iðjuþjálfi sem hjálpaði mér eða mömmu að velja réttu töskuna, ekki átti ég tösku með brjóst og mittisólum, bólstruðu baki eða einhverjum sérstaklega breiðum ólum yfir axlirnar ...eða heyrðu, bíddu aðeins... ég er hvorki að drepast í bakinu né með vöðvabólgu! Berglind @ 18:41
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |