28 ágúst 2007

Ég hef furðað mig soldið á einum strák hér í skólanum síðastliðna eina og hálfa viku, eða frá því ég sá hann fyrst. Þá var hann að setja hornið sitt inn í hljóðfæraherbergið, sem er kannski ekkert óeðlilegt í sjálfu sér, nema að hann leit út fyrir að vera ekki deginum eldri en 14 ára. Og til að hafa lykil að hljóðfæraherberginu, þarf maður að vera nemandi við skólann, en til þess að vera nemandi við skólann þarf maður að hafa stúdentspróf, en þau fær maður ekki fyrr en 18 ára.
Svo að þú skilur af hverju mér fannst skrítið að þessi litli strákur hafði lykil.

Svo hitti ég hann nokkrum sinnum aftur á förnum vegi og talaði eitthvað aðeins við hann í eitt skiptið, bara örfá orð samt og þorði ekki að spurja hvað hann væri eiginlega gamall, en eftir samtalið var ég enn að furða mig á hversu ungur hann var, en var eiginlega viss um að hann væri í svona Ungir Músíkantar prógrammi, sem er fyrir krakka sem eru viðundarlega góðir að spila/syngja.

Í gær mætir drengurinn svo á æfingu, þegar ég er að pakka saman og mér verður starsýnt á hann, því hann er í pilsi!! Litli feiti 14 ára strákurinn er ekkert strákur, heldur stelpa!! Svona líka strákaleg stelpa!

Bara fegin að ég komst að þessu áður en ég fór að gera mig að fífli með því að tala um hana sem hann, eða eitthvað þaðan af verra ... ;)


Berglind @ 17:43
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan