![]() |
||||
17 ágúst 2007
Ég er komin til Stavanger. Hér er rigning og soldið heitt. Ferðalagið gekk eins og í lygasögu. Báðar vélarnar fóru í loftið um leið og þær áttu að gera það. Ég þurfti ekki að borga neina yfirvigt, þrátt fyrir að vera með tæp 6 kíló of mikið. Sekjúrittí fólkið reyndi ekkert að taka af mér neitt dót og ég fékk ekki svo mikið sem eina athugasemd við klarinettin mín (eitthvað sem gerist afar sjaldan) og ekkert vesen í tollinum. Mér líður hálfpartinn eins og þessi ferð hafi ekki gerst, því ég get ekki rifjað upp neitt vesen... Ég kom heim um 2 leytið og fór eiginlega beint að sofa. Mætti svo á skólasetninguna í morgun og svaf afskaplega vært á meðan einn píanókennarinn spilaði Messiaen. Svo var hádegismatur fyrir alla, en ég sá ekki fram á að geta borðað neitt þarna, allt eitthvað asískt gums sem mér finnst alveg horríbúl, svo að ég fór niðrí bæ að fá mér nýtt símkort, því hún systir mín fékk mitt lánað um daginn þegar hún fór til Noregs og ég gleymdi að fá það tilbaka og gat ekki fengið nýtt því fjandans kortið er á hennar nafni! En það er alltílæ, því núna er ég með eitthvað voða fínt system, sem er eiginlega bland af frelsi og reikning. Fæ semsagt reikning mánaðarlega, sem er svo bara sett inn á reikninginn minn sem inneign...eða eitthvað þannig. Þeir sem vilja fá númerið mitt, geta sent mér póst á bebba.82@gmail.com Og það er ný stelpa flutt inn í litla herbergið. Hún heitir ekki Anita eða Therese og hefur ekkert komið nálægt hjúkrun, heldur heitir hún Mette og er í kennaranámi. En nú ætla ég að pakka upp úr töskunni... eða já, svona allavega hluta ;) Berglind @ 15:46
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |