![]() |
||||
11 ágúst 2007
Senn líður að því að ég fari heim út. Það verður víst ný stelpa komin í íbúðina, en ég veit engin deili á henni enn, þó kæmi mér það ekki á óvart ef hún héti Anita og væri annaðhvort hjúkka eða í hjúkrunarnámi... Útför mín er plönuð 16 ágúst og mun ég fara af landi brott um sex leytið. Vélinni má seinka í mesta lagi um hálftíma án þess að ég missi af síðasta fluginu til Stavanger og verð ég þá komin heim um tvö leytið, en annars er það bara Radisson SAS og fyrsta flug daginn eftir og þá gæti verið að ég myndi ná skólasetningunni á föstudagsmorguninn ;) Ég er búin að skipta um vinnu. Sú sem ég var að leysa af í læknamóttökunni kláraði sumarfríið sitt á fimmtudaginn og kom til baka. Þar sem ég er voðalega mikið fyrir peninga og virðist aldrei eiga nóg af þeim, þá ákvað ég að vinna lengur og fékk starf í gróðurhúsunum niðrá Hæli. Á þeim tveim dögum sem ég hef unnið þar hef ég komist að því að ég er líklegast ekkert gerð fyrir svona líkamlega vinnu. Í gær var ég td að tína maríustakk frá hálfeitt til hálffjögur og náði að nudda af skinnið á löngutöng hægri handar, auk þess að vera að illt í bakinu og með harðsperrur framan á lærunum og hrikalega illt í hásininni, einhverra hluta vegna... Verslunarmannahelginni var eytt bara heima í makindum, skrapp reyndar í Reykjavík báða dagana, á laugardaginn til að versla aðeins og komst að því þegar ég var að leita að bílastæði fyrir utan Smáralind að það var sko bara fullt af fólki sem hafði hugsað það sama og ég, því nánast hvert stæði var upptekið...! Svo á sunnudaginn fórum við Hrafnhildur í Húsdýragarðinn að sjá Stuðmenn og Shady. Þar hitti ég Elísu og fékk að kíkja aðeins á litlu hetjuna hennar, en hann svaf vært í vagninum sínum í öllum hávaðanum. Þessir tónleikar voru bara ferlega skemmtilegir, þó svo að hljóðkerfið hafi ekki verið alveg í lagi mestan tímann. Mér fannst hápunkturinn vera þegar Shady kom á sviðið, hún hefði bara mátt taka fleiri lög... En já, hef lítið meira að segja, munið eftir að bursta tennurnar! Berglind @ 14:47
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |