![]() |
||||
10 júlí 2007
Nú á ég heima í Noregi, sem á víst að vera eitt dýrasta land í heiminum. Því ætti það nú ekki að sjokkera mig að fara út í búð hér... En ég verð að segja að mér hreinlega ofbýður oftar en ekki, þegar ég er komin í búðina. Ég borgaði td 1500 kr fyrir sokkabuxur um daginn. Þegar ég opnaði pakkann leitaði ég vandlega að gullþráðunum sem var eina skýringin sem ég gat fundið á þessu verði, silfurþræðir í það minnsta...en svo reyndist ekki. Áðan var ég svo að skoða mbl.is og sá auglýsingu um eitthvað þrí/hlaupahjól fyrir litla krakka og fannst þetta svo sniðug hugmynd að afmælisgjöf fyrir litlu snúlluna hennar systur minnar, sem verður tveggja í ágúst. En að fara að borga 20 þúsund krónur fyrir svona lítið hjól?! Nevöör!! Nú veit ég lítið um trésmíðar eða hjólasmíðar, en þegar ég skoðaði myndirnar, gat ég ekki séð neitt á því sem réttlætir þessa upphæð... Svo var ég í búðum um þarsíðustu helgi sem gekk nú ekkert of vel, þar sem ég get ekki hugsað mér að eyða 5-7000 kr í hlírabol. En af því að ég var á leið í brúðkaup, varð ég að finna eitthvað og endaði í Vero Moda. Þar eru seld föt sem ég man eftir frá Vero Moda í Noregi í fyrra og hittifyrra. Þau kosta að meðaltali helmingi meira en þau kostuðu í Noregi. Nú er hægt að koma með það að það kostar að senda til Íslands og allskonar tollar og virðisauka hitt og þetta sé svo dýrt, en fjárinn að það svo dýrt að þeir verði að leggja á 1-2 þúsund kall á hverja einustu flík. Margfaldið það svo með innihaldi eins gáms af fötum... Nei, þetta kaupi ég ekki! Berglind @ 11:24
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |