![]() |
||||
16 júlí 2007
Þá hefur toppinum verið náð (eða botninum, eftir því hvernig maður lítur á það) og er það mjög margþættur toppur, klaufaskapur, hugsunarleysi, hrakföll og kjánaskapur er eitthvað sem þetta fellur allt undir... Eins og flestir vita, er ég að vinna á skrifstofu þetta sumarið og hef ég því til taks og brúka margskonar skrifstofutæki eins og post-it, penna, tippex, bréfaklemmur og heftara, svo eitthvað sé nefnt. Og í dag, var ég að hefta blöð saman og var að bíða eftir prentaranum (sem mér leiðist afskaplega mikið, því hann er svo lengi) og hélt á heftaranum. Svo, án þess að velta því neitt mikið fyrir mér, set ég vísifingurinn á milli í heftaranum og ákveð að athuga hvenær og af hve miklum krafti hann kemur við puttann á mér. (finnst rétt að taka það fram að ég var ekki mikið að hugsa áður en ég framkvæmdi). Svo þegar ég var rétt byrjuð að þrýsta niður, þá finn ég þennan stingandi sársauka í puttanum, svo ég ríf heftarann upp og sé þetta glansandi silfraða hefti, standa hálft á kafi í puttanum á mér. Ég náði því nú út án mikilla vandkvæða og er nú með tvö pínulítil göt, þakin feitum plástri, á puttanum, ásamt viðvarandi kjánahrolli ;) Berglind @ 16:29
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |