![]() |
||||
02 júní 2007
Sjáið þetta! Bara æði :) Sumarið er sko þokkalega komið núna, fyrsti sláttur er hafinn hjá bændunum í hverfinu mínu, búið að slá næstum öll túnin, búið að setja niður...ööö, það sem var sett niður, á akrana og kýrnar eru komnar út í veðurblíðuna... Og allt þetta innan við 500 metra frá húsinu mínu ;) Fór aðeins út að labba í gær. Stavanger á víst við mikið sniglavandamál að stríða og hvað haldiði að ég hafi séð! Snigil...með hús á bakinu! Hrikalega kúl :) Ekki það að ég geti notið þess mikið, eyði stórum hluta sólarhringsins þessa dagana við skrifborð að læra fyrir prófin. Tók tónheyrnarpróf í gær, klóraði mig einhvern veginn í gegnum það og er meirasegja nokkurn veginn viss um að ég hafi ekki fallið... Það er nú alltaf gaman :) Nú er bara hljómfræði á miðvikudag, tónlistarsaga á föstudag (og ströndin eftir það), klára að versla þær nausðynjar sem þarf til að lifa af 2 mánuði á Skeri á laugardag, útitónleikar á Klepp (sem er bara venjulegur bær hér í nágrenninu, ekkert geðveikrahæli þar ;) á sunnudag og svo heim á mánudag ... Jei :) Berglind @ 17:28
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |