![]() |
||||
10 júní 2007
Er ekki tími til að blogga?! Jú, þegar sólin skín, himininn gæti ekki verið blárri og ég er búin að pakka... eða svona fyrstu tilraun lokið... Pakkaði niður öllu sem er ekki í þvottavélinni eða þurrkaranum og vó töskuna. Hún vó 26 kíló... En ég ákvað að segja bara skítt með það, ég borga þá bara fjandans yfirvigtina ef ég næ ekki að kjafta hana frá mér, er nefnilega með miða aðra leið og get því alltaf sagst vera að flytja heim :) En já, prófatímabilinu er lokið :) loksins :) ég skilaði inn tónlistarsöguprófinu um hálftólf, lá svo hálfmeðvitundarlaus á ströndinni það sem eftir var dags. Ég sofnaði kl 9.30 um kvöldið og svaf til 11 daginn eftir :) Fór svo að versla í gær, það var svekkjandi. Skórnir sem ég ætlaði að kaupa og var búin að spara allan maí til að geta réttlætt kaupin (soldið dýrir sko) voru ekki til... En fékk samt geðveikt flottar joggingbuxur sem örugglega engum finnst flottar nema mér og ég ætla sko að pareida um allan bæ í þeim...hver veit nema ég setji þær ofan í sokkana, eins og er allra mest í tísku hér á Stavangers bæ :) er nefnilega alveg búin að venjast þeirri tísku það mikið að mér finnst það frekar töff og þar sem ég vill helst vera soldið öðruvísi, þá er aldrei að vita... (ef blogger væri með hljóði, þá myndiru heyra trommuslátt undir þessum síðust orðum) Og svo spilaði ég á tónleikum í dag. Á Klepp. Sem lætur mig alltaf flissa. Dresskódið var svart og þar sem eini svarti bolurinn minn var óhreinn, þá hafði ég um að velja svarta gerviullarpeysu eða svarta ullarpeysu. Það var 27 stiga hiti í dag. Ég valdi gervipeysuna. Það var frekar heitt. Svo var mér boðið í mat heim til Tore, sem á heima í Laland (borið fram Lalan, með svo mjúku enni að ég heyrði bara Lala og fannst það hrikalega töff hverfisnafn, þar til ég sá skiltið). Og á morgun fer ég í ferðalag. Sem endar í Keflavík um hálftvö leytið. Ef einhvern langar að ná í mig á völlinn, þá er honum/henni/því guðvelkomið :) En ætla núna að fara að prenta út flugmiðann, tútílú... Berglind @ 20:59
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |