![]() |
||||
01 maí 2007
Til hamingju með daginn, allir :) Mæli með smá skammt af þessu, í tilefni dagsins! Ég var í fríi í skólanum í dag, og notaði daginn sko í algert afslappelsi, svaf frameftir og var geðveikt lengi að koma mér á lappir. Svo horfði ég á frábæra dagsjónvarpið og tók strætó niðrí bæ til að ná í hjólið mitt niðrí skóla. Snillinn ég fór á hjóli í skólann í gær, svo þegar ég var að fara heim, gleymdi ég að ég væri á hjóli og tók strætó...Svo skildi ég ekkert í því hvar hjólið mitt væri, þegar ég kom heim ;) Ætlaði að koma við í búðinni á leiðinni heim og kaupa eitthvað gott í matinn, en halló, auðvitað var lokað... Svo góði maturinn verður bara á morgun, enda er 2. maí sko dagur til að fagna hjá sjónvarpssjúklingum eins og mér, Super Onsdag á TVNorge (sem þýðir, Gilmore Girls, Ugly Betty og Lost) og nýr þáttur af Veronicu Mars...jei :) Berglind @ 22:02
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |