30 maí 2007

Mér líður einhvern veginn eins og það sé miðsumar... Það er erfitt að halda annað, þegar grasið nær manni upp að hnjám (á þeim fáu stöðum sem sláttuóðir Norðmenn hafa ekki komist að) og sólin skín (með smá morgunskúraundantekningum, en ég meina, þetta er nú einu sinni Stavanger...!) og það er svo heitt úti að, að labba út um dyr, er eins og að labba inn, golan er hlý og svona mettur hiti í loftinu :)
Og ég verð nú að segja, að það er alltaf sagt að Íslendingar séu komnir úr öllum fötunum um leið og sólin byrjar að skína á Fróni, en af því sem ég hef séð hér, þá eru Norðmenn engu skárri. Undanfarinn hálfa mánuðinn er búið að vera kalt og svo í gær kom hitinn (með svona líka bombu!) og voilá, allir komnir á nærbuxurnar bara! Ok, kannski ekki alveg nærbuxurnar, en þú veist hvað ég meina...

Já, og hvað er Berglind að gera í þessu sumarblíðuveðri?! Jú, læra fyrir próf!! Búin að hanga niðrí skóla síðustu tvo daga meira og minna, í prófundirbúningi...
Búin að taka tvö próf og fá útúr þeim báðum.
...Og hér kemur montið, viðkvæmum er bent á að hafa fötu við hliðina á sér á meðan lesningu stendur :)
Úr klarinettprófinu fékk ég að mér hefur farið mikið fram í vetur, og ég hef bætt tóninn minn mikið og ég á að halda áfram á þessari braut.
Úr píanóprófinu fékk ég að ég má vera fullkomnunarsinni í æfingaherberginu, en ekki á tónleikum. Prófdómarinn lagði afskaplega mikla áherslu á það ;) Svo sagði hann að ég spilaði Mozart (Funeral March) undurfallega og það væri erfitt að túlka hann, en ég gerði það mjög vel og í Prokofieff marsinum (sem mér fannst ganga laaangverst) fannst honum frábært að hlusta á mig og að ég hefði einstaklega létt og skoppandi staccato :)
Þannig að ég hef greinilega einhverja píanóhæfileika eftir allt saman ;)
Svo er bara að vona að mér gangi jafnvel í hinum prófunum (sjö-níu-þrettán!)

Svo kom nýi meðleigjandinn aðeins við í dag og skildi eftir smá dót í herberginu sínu. Nýi meðleigjandinn er strákur, sem er skuggalega líkur einum jassgaur í skólanum mínum. Hann heitir Thor (held ég, hann talar ekkert sérlega skýrt) og verður bara hér fram í ágúst, sem þýðir að hann og Therese verða alein hér í allt sumar (Therese finnst það ekki jafn fyndið og mér ;) En svona við fyrsta blikk, virtist hann bara ágætur gaur...

Og veistu hvað ég fattaði i dag?! Það eru bara 12 dagar þar til ég kem heim!! Þvílík og önnur eins gervihnattaöld...!


Berglind @ 23:45
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan