![]() |
||||
16 maí 2007
Á morgun er 17. maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna. Síðan eftir páskafrí hefur skólahljómsveitin sem ég er að kenna hjá, verið að æfa marsana sína. Klukkan 2 er ég að fara á æfingu hjá lúðrasveit skólans míns, til að æfa marsana okkar. Það má geta þess að þetta er fyrsta æfingin. Það er víst alveg hellingur að gerast hér á morgun, enda erum við að tala um bæ af Reykjavíkurstærðargráðu... Hér virðast "togene" (beint þýtt á íslensku: lestirnar) vera aðalmálið. Þegar ég hef verið að spurja hvernig 17 maí sé, þá hafa allir minnst á lestirnar fyrst af öllu. Barnetoget, Russetoget og Folketoget eru lestirnar sem verða hér í Stavanger. Ég var soldið búin að velta þessu fyrir mér, af hverju væri verið að notast við einhverjar lestir, sá að sjálfsögðu fyrir mér svona bíl sem væri eftilíking af lest (svona eins og túristalestir í mörgum borgum eða tívolíum), sem keyrðu um bæinn og stoppuðu alla umferð... Svo komst ég að því áðan, þegar ég var að tala við Elísabetu, að tog er skrúðganga ;) Berglind @ 11:51
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |