![]() |
||||
21 maí 2007
Mikið gasalega á ég ekkert að vera að svara í símann þegar hann vekur mig af værum blundi. Draslið byrjaði að hringja í morgun á meðan ég svaf á mínu græna eyra og ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að ná því sem konan var að segja. Við áttum eftirfarandi samtal: Kona í síma: Halló, þetta er hjá UPS. Við erum með pakka til þín frá USA. (þarna heyrði ég semsagt UIS í stað UPS og var ekki alveg að skilja hvernig pakkinn minn (einhver geisladiskur sem ég vann í keppni á einhverri vefsíðu um daginn) hafði lent hjá þeim) Ég: Ha, nú? til mín? Hjá ykkur? KS: Já, hvenær verðurðu heima í dag? Ég: Ég er að fara í tíma á eftir, má ég ekki bara taka hann þá? KS: Jújú, við erum á blablablagötu... Ég: Ha? Er þetta ekki í Bjergsted? KS: Nei, pakkaafhending er á blabl... Ég: Nú...ég veit ekkert hvar það er, þá megiði bara senda hann heim. KS: Alltílæ. Hvenær megum við koma með hann? Ég: uuuu... (löng þögn) jú, á milli 1 og 3 ef það passar? KS: Jú, það er fínt. Ég var lengi á eftir að spá í því hvernig diskurinn hafði eiginlega lent á skrifstofu UIS og af hverju skrifstofan væri hvorki í Bjergsted eða Ullandhaug (þar sem aðalskólinn er)... Það var ekki fyrr en löööngu seinna að ég fattaði að líklegast hefði þetta verið UPS en ekki UIS ;) ...Maður á ekki að svara í símann þegar maður er sofandi! Berglind @ 12:42
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |