![]() |
||||
08 maí 2007
Jæja, þá hef ég látið undan... Fékk mér myspace reikning um daginn... Var orðin svo pirruð á að geta ekki skoðað myndir og annað inn á myspace síðunum, þannig að ég stofnaði reikning og setti inn það sem nauðsynlegt var. Markmið mitt er að eiga ömurlegustu myspace síðuna ;) það er alls ekki neitt inná henni...er samt komin með fullt af vinum...rugl! Stundum, þegar ég er í strætó, vildi ég óska að lyktir væru á litinn...Þá gæti maður td séð hvaða fólk lyktaði af áfengi eða plain drullu eða hreinlætisskorti og varast að sitja nálægt þeim... En annars var ég í strætó í dag, þar sem ekki dugaði að sitja ekki nálægt manneskjunni... Á fyrstu stoppistöðinni eftir miðbæjarstoppið kom inn kona, með svo hrikalega kleprað hár að ég hef ekki séð annað eins, maður sá sko langar leiðir að sturtan heima hjá henni er ekki mikið notuð. Hún settist næstum fremst (ég sat eiginlega aftast, nota bene!) og það var virkilega ekki líft inní vagninum! Þar sem ég var bara að fara að æfa mig niðrí skóla fór ég út á næstu stöð og labbaði það sem eftir var...á sömu stöð fór rúmlega helmingur farþeganna út og stóðu bara og biðu eftir næsta strætó ;) En sjaldan hef ég verið jafn fegin að anda að mér hreinu lofti!! Berglind @ 17:55
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |