17 maí 2007

Hann Nils hættir aldrei að koma mér á óvart :)
Fyrir óvita, þá er Nils túbustrákur í skólanum mínum. Hann var líka í Toneheim í fyrra og alveg frá því ég hitti hann fyrst hefur mér fundist hann vera ansi merkilegur fýr. Hann lítur út eins og hann hafi búið í áraraðir í sveit í dýpstu og afskekktustu fjörðum Noregs, þar sem fólk þarf ekki að spá neitt í því hvort föt passi eða einhverjar tennur vanti (það vantar í hann aðra framtönnina). En nei, drengurinn er frá Osló og hefur ferðast til örugglega flestra staða, þar sem eitthvað menningarlegt er að sjá eða heyra.
Nú, Nils er nokkuð töff gaur, reykir (sem er jú aðalkúlið) og drekkur eins og svampur. Ekki akkúrat týpan sem maður sér fyrir sér í þjóðbúning. En jújú, hann Nils mætti sko í þjóðbúning í dag!! Og karlþjóðbúningar Noregs eru nú ekki alveg það sem maður myndi kalla töff eða kúl...
Hér er td myndasería með allskonar búningum

En já, 17. maí er semsagt yfirstaðinn...fyrir mig allavega. Byrjaði daginn á því að taka strætó niðrí bæ, því það átti að vera hátíðarhádegismatur í skólanum. Strætóinn stoppaði á einhverjum fáránlegum stað, því miðbærinn var að sjálfsögðu fullur af fólki. Ég hafði ekki hugmynd um hvar ég var einu sinni, svo ég elti bara hitt fólkið og komst á endanum niðrí bæ, þar sem ég labbaði þvert yfir miðbæinn til að finna strætóstopp fyrir áttuna. Það fann ég og beið þar í rúmar 20 mínútur, en þá gafst ég upp, enda orðin allt allt of sein í matinn og labbaði áleiðis í skólann, stoppaði á bensínstöð til að fá mér eitthvað að borða (Sem betur fer, því hátíðarhádegismaturinn var að sjálfsögðu norskur og ég sver það, fyrr borða ég hrútspunga en að láta þetta ógeð sem þarna var á diskum inn fyrir mínar varir)...
Í garðinum í kringum skólann var svaka fjölþjóðleg hátíð og þar sem ég nennti ekki að vera inni og fylgjast með fólki borða síld, fór ég að fylgjast með. Gerði líka góðverk dagsins þar, hjálpaði einni lítilli stelpu að finna mömmu og pabba, ég er svoooo góð (lesist á innsoginu!)
Svo um þrjúleytið var kominn tími á marseringu og ég viðurkenni fúslega að íslenskar skrúðgöngur komast ekki með tærnar þar sem þær norsku hafa hælana!
Hér eru allir sem stunda íþróttir eða eru í einhverjum félagsskap með í skrúðgöngunni, böns af lúðrasveitum, svo á milli þeirra voru annars konar félög, fyrir framan okkur voru td fótboltastrákar sem voru allir með fótbolta og fyrir aftan okkur íshokkíkrakkar á línuskautum og svo karatekrakkar þar fyrir aftan :)
Háskólalúðrasveitin var líklegast sú frjálslegasta í allri skrúðgöngunni, við vorum ekki í neinum búningum, því þessi lúðrasveit er jú ekkert til í alvörunni, bara þykjustunni ;) Við vorum með fána háskólans fremst og nokkrar dansstelpur næst, (sem mér fannst geðveikt töff!) svo kom lúðrasveitin og þá fólk sem ekki kann að spila á blásturshljóðfæri eða trommur. "Vinstri hægri" fór svona ofan garðs og neðan og raðirnar voru nú ekkert hrikalega beinar og frekar frjálslega farið með nóturnar á lýrunum, en þetta var sko by far skemmtilegasta skrúðganga sem ég hef tekið þátt í :) Við löbbuðum frá miðbænum, eitthvert lengst, lengst út í rassgat, alveg út á eyju og allt og svo plutselig vorum við aftur í miðbænum. Ég hef hinsvegar ekki hugmynd um hvernig við komumst þangað... Á einum stað á leiðinni var flaggað íslenskum fána, sem mér fannst nokkuð töff :) Flestum skólafélögum mínum fannst öruggara að benda mér á fánann, svona ef ske kynni að ég hefði ekki tekið eftir honum og fékk ég því þónokkur bönk í öxlina og "hey, sjáðu, íslenski fáninn!" (bara á norsku, því það kann enginn íslensku)...
En já, eftir þessa skrúðgöngu voru lappirnar á mér alveg búnar og var því afar ljúft að fá að sitja í hjá Tore heim... og ekki séns í helvíti að ég nenni niðrí skóla aftur í grillveislu...verður hvorteðer örugglega bara grilluð síld...!


Berglind @ 18:50
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan