![]() |
||||
07 maí 2007
Þetta var víst bara eitthvað smá djók í tölvunni í gær, netið fúnkeraði fínt þegar ég kom svo heim... En hitt er allt ennþá í rugli, samt. Nú er komin rigning og leiðinlegt veður, sem kannski þýðir að ég fari að æfa mig meira... aldrei að vita ;) og kannski líka soldil þörf á, þar sem það eru víst bara 2 vikur í vorklarinettprófið... Núna er nýbyrjuð síðasta verkefnavika vetrarins. Ég er að spila í öðru verkinu í hljómsveitinni, æfingar kl 10-11 á morgnana fram á föstudag, en þá eru tónleikar, kl 19.30 allir velkomnir :) Tónskáldið heitir því skemmtilega nafni Krska (algerlega rétt stafsett!) og samdi konsertinn sérstaklega fyrir stelpu í skólanum, sem heitir M... eitthvað. Hún spilaði með í dag og þetta er bara með þeim flottari nútímaverkum sem ég hef heyrt... Svo er ég með alveg billjón og tvö sóló, flest eftir 13 eða fleiri takta þagnir, þannig að ég sat á æfingunni í morgun alveg fremst á stólnum og taldi þagnir eins og moððerfokker... Stundum tekst mér að gera alveg ótrúlegustu hluti... Ég var að taka plötu út úr ofninum áðan, byrjaði á því að brenna mig á hægri hendinni á gufunni sem kom um leið og ég opnaði og eins og það hafi ekki verið nógu vont, þá tók ég eitthvað vitlaust kæruleysislega um plötuna með tuskunni, svo að ég brenndi mig líka á vinstri hendinni... Akkúrat þegar síðasta brunasár var farið að gróa...! Stundum held ég að það væri sniðugast að ég myndi fá mér svona risastóran hamstrabolta til þess að búa í... Berglind @ 12:59
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |