![]() |
||||
30 apríl 2007
Var á fyrsta gegnumrennsli á fiðlukonsertinum sem ég er að spila í. Hann eiginlega kom bara soldið á óvart, þó það hafi að vísu vantað allt brass utan eitt horn og sólófiðluna, þá var þetta bara alltílæ, ég er með alveg helling af sólóum og þögnum...alveg heeeeelling af þögnum. En sú sem spilar 2. klarinett er með ennþá meira af þögnum, þannig að ég get svosem ekki kvartað...mikið ;) Við sátum alveg sveittar við að telja 1,2,2,2,3,2,4,2,5,2 osv... Sé fram á að dreyma tölur í næstu viku ;) En já, konsertinn er bara fínn, ekkert zurg, zarg, pling, plong eins og nútímatónlist vill oft vera heldur alveg laglínur og úm-pa (og úm-pa-pa og úm-pa-pa-pa, um að gera af hafa tilbreytingu í þessu), verð að viðurkenna að mig hlakkar pínu til, að heyra hann með fullsetinni hljómsveit og sólófiðlunni :) Svo lenti ég í einu ferlega skrítnu um daginn, í strætó... Verð eiginlega að setja upp aðstæður... Here it goes: "Hugsaðu þér að þú sért að koma inn í strætó. Þú lítur yfir bílinn og sérð að í fremstu sætunum situr fólk, þannig að þú labbar fram hjá þeim. Í aftari hlutanum eru fleiri sæti og sitja nokkrir þar, en ekki eru nærri öll sætin upptekin. Tvö fremstu sætin eru auð, í næstu röðum sitja svo ein og ein manneskja sitthvoru megin við ganginn, í annarri röð hægra megin situr stelpa, sem geymir bakpokann sinn og innkaupapoka í sætinu við hliðina á sér, hinu megin er önnur stelpa en sú er bara með litla tösku sem hún heldur á. Nú ertu frekar stór og mikill maður, svo þú nennir kannski ekki að fara alveg aftast..." Og svo kemur spurning: Hvar sestu? Ég persónulega hefði sest í annað auðu sætanna alveg fremst. En nei, ég lék hlutverk stelpunnar með bakpokann og innkaupapokann í þessu leikriti. Svo kemur inn maður, vel stór og þykkur og sest við hliðina á mér!! Siríöslí! Sætið fyrir framan mig og þar hinu megin við ganginn voru auð og stelpan hinumegin við ganginn var bara með eina litla tösku, en kallfjandinn þurfti að setjast við hliðina á mér! Þar sem ég kom ekki bæði innkaupapokanum og bakpokanum í kjöltunni, þá "neyddist" ég til að hafa innkaupapokann (sem bæðevei, innihélt allskonar kaldar og frosnar matvörur) á lærinu á honum! Vona að löppin á honum hafi kulið og hann sé með stóran svartan blett á lærinu! Svo í þokkabót andaði hann svo hátt að það hljómaði næstum eins og hrotur... Fattaði ekki fyrr en eftir á að auðvtiað hefði ég átt að standa upp og færa mig sjálf í sætið fyrir framan, það hefði sko verið þokkalegt feis ;) Berglind @ 23:05
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |