![]() |
||||
18 apríl 2007
Stelpan sem á heima á efri hæðinni átti afmæli í páskafríinu. Hún varð átta ára og fékk rafmagnspíanó í afmælisgjöf. Hún er búin að læra eitt lag á það, sem hún spilar stanslaust daginn út og inn, afturábak og áfram. En það gleymdist alveg að nefna það að maður verður að byrja á ákveðinni nótu til þess að lagið hljómi rétt. Þannig að hún byrjar bara einhvers staðar á hljómborðinu og spilar svo á hvítu nótunum og fáum við hér í kjallaranum að heyra hinar ýmsu útgáfur af Lisa gikk til skolen, í dúr, moll og allskonar óvenjulegum tóntegundum... Fór líka í síðasta tímann í BUM í dag. Bum er skrýtin stytting á bibliografi, sem er nafn á skrítnum áfanga. Það er eiginlega ekki hægt að búa til lýsingu á áfanganum, þetta eru eiginlega tímar þar sem við lærum allt sem ekki er kennt í hinum tímunum. Svona sitt lítið af hverju. Lokaverkefnið var að halda fyrirlestur fyrir bekkinn um kvenkyns tónskáld. Konur hafa nefnilega ekki verið mjög áberandi sem tónskáld gegnum aldirnar. Þó hafa alltaf verið fullt af konum að semja tónlist. Minn hópur gerði fyrirlestur um Ölmu Mahler, konuna hans Gustav Mahler. Við ákváðum að gera eitthvað öðruvísi, svo að við sömdum ljóð. Það er að segja, hinir sömdu ljóð, ég sá um að hlæja að hugmyndunum, því ég get ekki fundið rímorð á íslensku, hvað þá á norsku! En já, ljóðið varð alveg svakalega fyndið, enda var konan alveg stórmerkileg... Ég nenni engan veginn að snara þessu yfir á íslensku, svo ég læt þetta bara á norsku, fyrir þá norskumælandi einstaklinga sem lesa bloggið mitt. (Rétt upp hend!) ODE TIL ALMA MAHLER Alma, Alma, Alma. Heiheihei! Ingen dame er som deg. Mange menn har du hatt, kanskje du skulle fått deg en katt Kjærligheten blomstret med Kokoschka, Hollnsteiner og Klimt. Men til Mahler, Gropius og Werfel ble du i ekteskapet limt. Du ville skrive musikk, men det var det du ikke fikk. Du skulle være husmor under Mahlers strenge blikk. For Alma var en gudinne, som ingen kunne binde. Kokoschka fikk henne ei, laget heller en dukke til seg. (Smá útskýring hér: Gaurinn lét nefnilega búa til live-size dúkku af Ölmu, sem hann kom fram við eins og lifandi manneskju, hélt fyrir hana veislur og fór með í óperuna og þannig. En dúkkan var því miður eyðilögð í risaorgíu!!) Sensuren, den var streng. Du flyttet da din seng, til Hollywoods by, for å pröve på ny. Til syvende og sist, så var du komponist. Du skrev 14 verker. For sopran og andre berter. Du ga ut noen sider, alle var de Lieder. Senromantiske de er og kanskje littegranne sær. Mer du hadde på lager på dine tidlige dager. Men det andre du hadde kreert, ble aldri publisert. Du likte kromatikk, prövde instrumentalmusikk. Hörte noen sa at du også skrev en opera. Nå har vi snakket bort vår tid, la oss höre på en Lied. DJ Leffi, i en fart, sett på Laue Sommermacht! Já, er þetta ekki bara frábært ljóð?! Berglind @ 22:35
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |