25 apríl 2007

Nei, heyrðu nú mig... er búin að reyna í marga marga daga að komast hér inn og svo bara allt í einu tek ég eftir einhverri stiku þarna uppi um að ignora skilaboðin sem ég fékk um að síðan væri ekki örugg, og þá bara voilá! Komin inn...

Og þá hef ég auðvitað ekkert að segja ;)

Eða jú...dagurinn í dag er sko súper, allavega fyrir sjónvarpssjúklinginn mig. Var að enda við að horfa á Lost, Ugly Betty og Gilmore Girls (og auðvitað Americas Funniest Home Videos)...
Með þessum svakalega skammti af sjónvarpi fylgdi að sjálfsögðu slatti af auglýsingum, misskemmtilegum. Telenor stendur sko alltaf fyrir sínu og ég ætla sko ekki að skipta um símafyrirtæki, svo lengi sem þeir standa sig svona vel í auglýsingagerð!
Svo er kominn nýr svitalyktareyðir frá Nivea. Veit ekki hvort þeim fannst konur ekki hafa nógu marga líkamshluta til að hafa áhyggjur af, en þeir allavega fundu upp á því að koma með svitalyktareyði, eða já, veit ekki hvort hann hefur eitthvað með svitalykt að gera, en hann á að gera handarkrikann fallegan!! Á bara ekki til eitt einasta...
Önnur skemmtileg auglýsing er frá Lilleborg. Lilleborg er eitthvað fyrirtæki sem selur allskonar krem og olíur frá framandi löndum. Rakst reyndar fyrst á þetta útí búð og brosti alveg út í annað. Ein serían frá þeim er nefnilega inspíreruð frá Íslandi og þeirri hefð Íslendinga að baða sig í heitum hverum (orðrétt úr auglýsingunni). Serían heitir því skemmtilega nafni Heitur Pottur (sem fyrirtækið vill meina að þýði heitur hver...), sem væri nógu asnalegt í sjálfu sér, en norski framburðurinn aflagar nafnið svo að það verður það fyndið að ég flissa í hvert einasta skipti, meðleigjendum mínum til mikillar skemmtunar... Ég meina, ef þið heyrðuð sjónvarpið segja Hædúr Poóddúr, mynduð þið ekki flissa?!


Berglind @ 22:55
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan