![]() |
||||
04 apríl 2007
Nú er ég komin til Ammríku... Síðustu 5 daga hef ég verið á ferðalagi í 43 klukkutíma...! En nú er ég komin á hótelið, síminn minn virkar ekki og þráðlausa netkortið er afskaplega óstabílt, þannig að ekki búast við miklu sambandi frá mér...! Eyddi helginni á hóteli í Breiðdal, það var sko bara frábært, maturinn var svo góður að ég (og allir hinir, held ég) borðaði allt allt of mikið... Það var einfaldlega ekki hægt að stoppa! Stoppaði í Hveragerði í nokkrar mínútur, var ekki viss hvort ég ætti að hneigja mig eða bara flýja áður en grjótkastið byrjaði ;) Dagurinn í dag (eða í gær eiginlega) fór svo í ferðalag... og það er sko ekkert auðvelt að komast inn í þetta land, mar! Þurftum að fylla út allskonar blöð og blaðlinga, svara spurningum um hvort við værum að koma inn í landið í glæpsamlegum tilgangi og hvort að við hefðum einhvern tíma stolið barni frá Bandaríkjunum. Svo í við vegabréfskoðunina þurfti ég að gefa kallinum fingraförin af vísifingrunum um leið og hann spurði mig allskonar spurninga og ég varð svo svakalega stressuð að ég gat ekki einu sinni munað hvor var vinstri og hvor hægri...! En nú er ég komin á hótelið, búin að heimsækja CVS (eða eitthvað...) og er farina ð sofa! Berglind @ 13:28
|
|
links
ásta
Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him,
suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire
in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.
Isabella Swan: How old are you?
febrúar 2006
|
|||
![]() |