20 apríl 2007

Gleðilegt sumar!
Þó svo að sumarið sé löngu komið hér, þá snjóaði nú samt á sumardaginn fyrsta. Svona ekta sumarsnjó, stór snjókorn sem eru vel greinileg í loftinu en alveg sama hversu mikið og lengi snjóar, aldrei sést neitt á jörðinni...

Og í tilefni þess að sumarið sé komið verða næstu tveir dagar undirsettir af verslun. Í dag keypti ég flug heim, prófdagsetningarnar voru nefnilega gefnar upp í gær (síðasta próf 8. júní) og ég fékk staðfestingu á því í dag hjá tónlistarsögukennaranum, sem er líka sá sem allt veit, að mér væri alveg óhætt að panta flug eftir 8. júní. Sem ég og gerði, kem heim mánudaginn 11, með Iceland Express, sem eru að fara að byrja að fljúga til og frá Osló :)
Á morgun er svo stefnan tekin á IKEA og Kvadrat, en þar ætla (ætla ætla!) ég bara að kaupa nauðsynlega hluti. Er að hugsa um að skrifa á hendina á mér "ertu viss um að þig vanti þetta?!" bara svona til öryggis... Ég er nefnilega svo mikill sökker í búðum, löngunin vinnur sjálfsagann - by far.

Krakkarnir í skólahljómsveitinni eiga að spila í skrúðgöngu á 17. maí. Þau eru byrjuð að æfa marsana sína og vorum við að spila yfir þá og kíkja á nóturnar á grúppuæfingunni í gær. Svo vorum við líka að tala um hvernig maður gæti komið í veg fyrir allskonar hluti, setja teygju á nóturnar, svo þær fjúki ekki og reima skóna vel, svo maður detti ekki um reimarnar eða labbi upp úr skónum, setja teygju í hárið, svo það fjúki ekki í andlitið eða munninn á manni og þar fram eftir götunum. Svo fór umræðan yfir í óhappasögur úr skrúðgöngum. Ég held að sagan af bassatrommaranum sem steig ofan í opið niðurfall og týndi skónum sínum hafi staðið hæst upp úr. Bassatrommarar eru nefnilega með svo svakalega óheppilegt hljóðfæri þegar kemur að skrúðgöngum. Risastór tromma sem er sett beint framan á mann, það kallar alveg á óhöpp, hvort sem það er gat í götunni, eða sterkur vindur ;) ...ég verð sífellt meira glöð yfir að hafa valið klarinett...!


Berglind @ 12:59
|


links

ásta
bára
guðjón
kristjana
mamma
sóley
valur


ólíver dór, emma dís og írena dúa
auðunn ingi og oddur olav
brynjar þór
iðunn hekla

quotes

Grace: Follow the logic Will. First we're nice to him, suddenly we're picking up his newspaper, then we're watering his plants. Before you know it, there's a fire in the building and we're the ones who have to make sure he "got out okay." I'd rather find out on the evening news, thank you.

  • Will & Grace


    Isabella Swan: How old are you?
    Edward Cullen: Seventeen.
    Isabella Swan: How long have you been seventeen?
    Edward Cullen: A while.

  • Twilight


    Manni: Ef þú tekur mig ekki með, þá öskra ég af öllum lífs og sálarkröftum.
    Nonni og Manni


    Haraldur: Hugsaðu vel um fólk, Manni, ekki illa. Annars líður þér sjálfum illa.
    Nonni og Manni


    archives

    febrúar 2006
    mars 2006
    apríl 2006
    júní 2006
    júlí 2006
    ágúst 2006
    september 2006
    október 2006
    nóvember 2006
    desember 2006
    janúar 2007
    febrúar 2007
    mars 2007
    apríl 2007
    maí 2007
    júní 2007
    júlí 2007
    ágúst 2007
    september 2007
    október 2007
    nóvember 2007
    desember 2007
    janúar 2008
    febrúar 2008
    mars 2008
    apríl 2008
    maí 2008
    júní 2008
    júlí 2008
    ágúst 2008
    september 2008
    október 2008
    nóvember 2008
    desember 2008
    janúar 2009
    febrúar 2009
    mars 2009
    apríl 2009
    maí 2009
    september 2009
    nóvember 2009
    desember 2009
    september 2010

    credits

    Skin by: sixseven
    Powered by: blogger
    Powered by: haloscan